Líffræðistofa

Image
""

Líffræðistofa

Til Líffræðistofu teljast þeir kennarar og starfsmenn sem stunda rannsóknir á líffræði og náskyldum greinum. 

Innan stofunnar eru stundaðar rannsóknir á mörgum sérsviðum líffræðinnar, allt frá eiginleikum stórsameinda og frumna upp í samsetningu stofna og eiginleika vistkerfa.

Til að svara rannsóknarspurningum notar starfsfólk Líffræðistofu margskonar aðferðum, m.a. einangrun lífefna, tilraunum á frumum, lífverum og vistkerfum, raðgreiningum, fjarkönnunum og greiningum á gögnum og lífupplýsingum.

Líffræðistofa stendur fyrir föstudagsfyrirlestrum þar sem rannsóknir starfsfólks og nemenda eru kynntar. Einnig er innlendum og erlendum vísindamönnum boðið að halda erindi um líffræðileg efni, sem spanna hagnýtar- og grunnrannsóknir, fræðilegar vangaveltur og kynningar á náttúru framandi svæða.