Land- og ferðamálafræðistofa

Image
""

Land- og ferðamálafræðistofa

Land- og ferðamálafræðistofa er rannsóknavettvangur kennara og annars starfsfólks í landfræði og ferðamálafræði.

Rannsóknir stofunnar skiptast í fjölmörg sérsvið en sameiginleg áhersla beggja fagsviðanna varðar samspil náttúru og samfélaga.

Sívaxandi áhersla á umhverfismál og sjálfbærni krefst breiðrar nálgunar til lausna á aðkallandi viðfangsefnum í nútíð og framtíð.

Innan fræðigreinanna eru byggðar brýr milli félags-, hug- og náttúruvísinda til að fá sem heildstæðasta mynd af breytingum á umhverfi og samfélagi. Í því ferli eru landupplýsingar og greining þeirra lykilatriði.

Þá er ferðamennska nú orðin fyrirferðarmikil atvinnugrein á Íslandi og mikilvægur hluti af nýtingu lands og það krefst rannsókna á samspili greinarinnar við aðra þætti samfélags, náttúru og menningar.