Rannsóknir á sviði líffræði
Rannsóknaverkefni á vegum líffræðistofu eru oft unnin í samstarfi við utanaðkomandi aðila innanlands sem utan og eru niðurstöður rannsókna á kynntar með fyrirlestrum, ráðstefnum, útgáfu í bókum og í ritrýndum fagtímaritum.
Meðal áherslusviða í rannsóknum í líffræði við Háskóla Íslands má nefna rannsóknir á ónæmiskerfi manna, þróun og atferli bleikjuafbrigða, landnámi plantna, fuglaflensu, örverum í hverum, viðbrögðum vistkerfa við loftslagsbreytingum og á erfðamengjum flétta og lífskurnar.