Vistfræði og þróunarfræði

Image
""

Vistfræði og þróunarfræði

Þróunarfræðin er samofin allri líffræðinni, því allar lífverur eru afurð þróunar og eru í sífellt breytingum háðar. Þróun lífvera gerist í vistfræðilegu samhengi, stundum mjög hratt en oftast á lengri tímaskala.

Rannsóknahópar á líffræðistofu eiga við spurningar sem spanna allt þetta svið:

 • Hvaða þættir hafa áhrif á tegundasamsetningu plöntusamfélaga?
 • Hvað veldur hinum miklu sveiflum í lífríki Mývatns?
 • Hvaða þættir móta landnám tegunda (t.d. birkis) á Breiðamerkursandi?
 • Hvaða áhrif hefur hitastig og næring á lífríki straumvatna?
 • Hvert er fæðuatferli þorsksins og stofngerð hans við Ísland
 • Hvaða gen tengjast aðlögun þorsks að dýpi?
 • Hvernig lifðu ferskvatnsmarflær af margar ísaldir af undir jöklum?
 • Hvernig þróast stjórnraðir gena?
 • Hvaða gen og umhverfisþættir tengjast fjölbreytileika í útliti íslensku bleikjunnar?

Rannsóknaverkefni

Heimasíða verkefnisins

 

 Umsjón

 

Um verkefnið 

Noise is thought to be one of the main threats to northern bottlenose whales. However, due to their elusive nature, little is known about this species in Iceland and the Northeast Atlantic in general.

This project aims to provide important insights into northern bottlenose whales and evaluate the potential threat of anthropogenic noise disturbance to them by assessing 1) relative abundance and movement directions for the population, 2) individual movement, habitat use, behaviour and responses to noise, and 3) overlap of impulsive anthropogenic noise with whale occurrence and habitat.

To achieve this, the project uses state-of-the-art observation and tracking technologies such as bottom-moored acoustic recorders and satellite tags, combined with photo-identification and surface observations. 

 

 Umsjón

 

Um verkefnið

Hnignun vistkerfa, sem oftast er afleiðing mannlegra þátta, er vandamál á heimsvísu. Þegar vistkerfi hafa náð háu hnignunarstigi, til dæmis eftir þunga búfjárbeit, nægir oftast ekki að friða þau fyrir beit til að þau nái að endurheimta sitt fyrra, eða heilbrigðara stig. Þeir ferlar sem fanga vistkerfi í viðjum hnignunar eru hins vegar ekki vel þekktir.

Markmið verkefnisins er að rannsaka þá vistkerfisferla sem hægja á eða koma í veg fyrir að hnignuð beitilönd endurheimti framleiðnara stig við beitarfriðun. Við munum einbeita okkur að hnignuðum túndruvistkerfum (handan skógarmarka) sem enn hafa ekki hrunið að fullu og hvernig mismunandi virknihópar meðal plantna og jarðvegsferlar kunna ýmist að hindra eða örva endurheimt heilbrigðara stigs. Hæg viðbrögð hnignaðra vistkerfa við beitarfriðun kunna að vera háð eiginleikum ríkjandi tegunda plantna, sem orsaka hægt niðurbrot lífrænna leifa og hringrás næringarefna og litla framleiðni, sem viðheldur þar með hnignunarstiginu. Þekking á ferlum sem fanga vistkerfi í viðjum hnignunar er lykillinn að sjálfbærum landnýtingaráætlunum.

Til að svara rannsóknarspurningunum munum við nota fjölbreytta nálgun, allt frá beinum athugunum á sambandi virknihópa plantna og vistkerfisferla, til tilrauna (á vettvangi og í rannsóknastofu) og líkanagerðar.

 Umsjón

 

Um verkefnið 

Örar breytingar eiga sér nú stað á lífríki hafsins fyrir tilstilli mannsins sem valda vaxandi áhyggjum um afdrif fjölmargra sjávarlífvera á komandi árum. Meðal neikvæðra áhrifa af mannavöldum er aukinn hávaði í höfunum, sér í lagi á há- og lágnorrænum hafsvæðum. Viðkvæmar tegundir eiga þar sérstaklega undir högg að sækja; ein þeirra er andarnefjan. Staða þekkingar hvað varðar lífshætti og far andarnefja í norðaustanverðu Atlantshafi er verulega takmörkuð þó svæðið virðist mikilvægt búsvæði tegundarinnar.

Meginmarkmið verkefnisins er að afla nýrrar þekkingar á lífsháttum andarnefja og leggja mat á áhrif hljóðmengunnar af mannavöldum á tegundina með því að rannsaka

 1. hlutfallslega gnægð og ferðir andarnefja austur af Íslandi,
 2. ferðir, búsvæðanotkun og viðbrögð andarnefja við hljóðmengun í norðaustanverðu Atlantshafi
 3. skörun púlsasuðhljóða af mannavöldum við farleiðir og búsvæði andarnefja.

Til að svara rannsóknarspurningunum verður notast við nýstárlegan tæknibúnað á borð við botnföst hljóðupptökutæki, gervihnattasenda, flygildi, ómannaða, fjarstýrða kafbáta, ljósmyndagreiningu og atferliskannanir. Rannsóknin mun veita fyrstu heildrænu upplýsingarnar um hlutverk svínhvala í vistkerfi sjávar úti fyrir strendur Ísland og möguleg áhrif hljóðmengunar af völdum púlssuðhljóða af mannavöldum á viðkvæma hvalategund. Rannsóknin mun jafnframt veita mikilvæga þekkingu á þeim áhrifum sem hljóðmengun og annarskonar röskun af mannavöldum getur haft á náskyldar tegundir.

Sjá nánar um fjármögnun og lengd verkefnisins í Gagnatorgi Rannís

 Umsjón

 

Kalina Hristova Kapralova og Michael Blair Morrissey

 

Um verkefnið

Bleikjuafbrigðin (Salvelinus alpinus) í Þingvallavatni henta vel til rannsókna á vistfræði og erfðafræði ferla sem leiða til fjölbreytni með aðlögun: i) kerfið er einstaklega vel skilgreint, ii) þróunarfræðilega ungt, iii) og samanstendur af fjóumr vel skilgreindum afbrigðum með mismunandi lífssöguþætti, atferli og lögun líkamshluta tengdum fæðuöflun, -sem bendir til þessi afbrigðin hafi þróast hratt með aðlögun. Þetta kerfi er einstaklega gott dæmi um hraða, sundurleita þróun með aðlögun. Samt hefur reynst snúið að nýta þetta kerfi til að svara ýmsum grunvallarspurningum um erfðafræði þessa ferlis, einkum vegan skorts á þekkingu á erfðamengjum bleikju og skyldra fiska en einnig sökum þess hve lífsferill bleikjunnar er langur. Nú hafa þessar aðstæður breytst og möguleika opnast á að svara ýmsum lykilspurningum. Meginmarkmið verkefnisins er að leita svara við grunvallarspurningum er varða erfðafræði þessa einstaka dæmis um hraða afbrigðamyndun með því að kanna fjölda gena sem koma við sögu, dreifingu þeirra í erfðamenginu, mismunandi árhif þeirra og hvort finna megi vísbendingar um valþrýsting á þau sem gæti skýrt hvernig sundurleitniferlin endurspegla aðlögun. Við munum svara þessum spurningum með því að nota klassískar erfðafræðilegar tilraunir byggðar á vel skipulögðum fjölskyldutilraunum en einnig með því að nýta erfðamengjafræðilegar greiningar á sýnum af fiskum í vatninu.

Nánari upplýsingar um fjármögnun og lengd verkefnisins í Gagnatorgi Rannís

 Umsjón

 

Um verkefnið

Hnúfubakar voru veiddir í miklum mæli fyrir miðja 20. öld og margir stofnar þá í verulegu lágmarki. Síðustu 20 ár hefur tegundin tekið við sér og virðist fara fjölgandi, þá sérstaklega á pólsvæðunum. Hnúfubakurinn ferðast árlega milli æxlunar- og fæðustöðva þar sem þeir nærast lítið eða ekkert á æxlunarstöðvunum í hitabeltinu. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að tímasetning fars frá fæðustöðvum er mun seinni en áður hefur verið talið á norðurhveli og mögulega dvelja sumir hnúfubakar veturlangt á fæðustöðvum sínum. Rannsóknir umsækjanda hafa sýnt fram á að hnúfubakar eigi viðveru við Ísland yfir hávetur þar sem þeir syngja af krafti (æxlunarhegðun tarfa) þegar fengitíminn er genginn í garð, sú hegðun hefur fyrst og fremst tengst æxlunarstöðvum. Gefur það til kynna að hvalirnir velji milli þess að fara í far og dvelja lengur á fæðustöð til að eiga meiri líkur á að nærast en minni líkur á að æxlast þó tilraun sé gerð til þess (sbr. söngvar). Þannig sveigjanleiki gæti gert tegundinni kleift að bregðast við breyttum aðstæðum í hafinu og þannig aukið viðkomu sína. Því er ljóst að þekkingu skortir á hlutverki hnúfubaka á fæðustöðvum sínum árið um kring. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvernig vetrardvöl á heimskautasvæði gæti eflt hæfni hnúfubaka. Fjölþættum og nýstárlegum aðferðum verður beitt til að kanna líkamsástand, frjósemi, fæðuöflun og hegðun á ólíkum árstíðum. Niðurstöður munu varpa nýju ljósi á hæfni þessa stóra hvals í hratt hlýnandi vistkerfum sjávar.

Nánari upplýsingar um fjármögnun og lengd verkefnisins í Gagnatorgi Rannís

 Umsjón

 

Um verkefnið

Svörunarföll og samspil erfða og umhverfis eru lykilatriði í líffræði og læknisfræði. Sveiganlegt svipfar (phenotypic plasticity) er dæmi um samspil erfða og umhverfis, þar sem sama arfgerðin getur myndað skýrt afmarkaðar útlits eða svipfarsgerðir lífveru, t.d. í ólíku umhverfi. Margir hafa lagt áherslu á mikilvægi sveiganlegs svipfars fyrir þróun og myndun tegunda, ýmist sem hvata eða tálma. Ein leið til að rannsaka fyrirbærið er að finna þroskaferla sem tengjast sveiganlegu svipfari og tilurð ólíkra forma.

Þetta verkefni miðar að því að kanna þessar sameindaerfðafræðilegu og þroskunarfræðilegu rætur sveiganlegs svipfars, með því að greina umritunarmengi í ákveðnum vefjum ólíkra bleikjustofna, sem aldir eru á tvennskonar fæðu. Íslenskir bleikjustofnar eru mjög fjölbreyttir og svo virðist sem dvergform hafi þróast ítrekað í íslensku ferskvatni.

Við munum kanna svipfar bleikjufóstra og tjáningu gena í erfðamenginu í þroskun, bæði í afmörkuðum afbrigðum og í blendingum þeirra. Við munum gefa ungviðinu ólíka fæðu, til að draga fram sveiganleika svipfars, og bera það saman milli hópa. Með þessu getum við bæði kannað áhrif erfða og umhverfis á útlitseiginleika bleikjunar og tengsl þroskunarlegs sveigjanleika og aðlögunar tegunda að umhverfi sínu.

 Umsjón

 

Um verkefnið

Lífverur með háa frjósemi geta mögulega staðist sterkt náttúrlegt val og þar með sýnt hraða aðlögun að umhverfi sínu. Margar lífverur, frá sveppum til þorskfiska, hafa háa frjósemi. Þorskfiskar eru meðal frjósömustu hryggdýra veraldar. Hröð aðlögun er grundvöllurinn að afburða vistfræðilegum árangri þeirra og grunnurinn að getu þorskstofnanna til að standa undir miklum fiskveiðum. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á líffræði lífvera með háa frjósemi og hvernig þorskstofninn getur staðið undir meiriháttar fiskveiðum.

Til að ná þessum markmiðum munum við kanna
(A) hvort þorskur æxlist með happdrættisæxlun; (B) hvort erfðabreytileiki að baki hraðri aðlögun sé vegna kynblöndunar; (C) hvort meint happdrættisæxlun þorsksins og samverkun slíkrar æxlunar við náttúrlegt val leiði til hraðrar aðlögunar og hvort unnt sé að finna þau gen sem eru undir áhrifum sterks vals, hugsanlega vegna áhrifa fiskveiða.

Við munum raðgreina erfðamengi fjölda einstaklinga og rannsaka breytileika í litningum með nýjustu tækni. Nýstárlegum stærðfræðilegum líkönum sem taka til stofnfræðilegra og erfðamengjalægra nálgana á hárri frjósemi með fjölsamruna samfallanda á erfðamengjalægum grunni verður og beitt. Niðurstöðurnar munu hafa mikil áhrif í þróunar- og stofnerfðamengjafræði, sem og á verndun og stjórnun mikilvægrar náttúrulegrar auðlindar fiskistofna.

 Umsjón

 

Um verkefnið

Haförninn (Haliaeetus albicilla) á Íslandi fækkaði á síðari hluta 19du aldar frá um 150 pörum í 20 pör 1915 þegar stofninn var friðaður. Þrátt fyrir friðun stækkaði stofninn ekki, einkum vegna eitrana fyrir refi og það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem stofninn fór að stækka. Vaxtarhraðinn er hægur og frjósemi arnanna er mun minni en hjá haförnum á norðurlöndum.

Markmið verkefnisins er að greina áhrif lítillar stofnstæðrar og skyldleikaæxlunar á breytileika erfðamengja og hæfni einstaklinga. Til að greina þessi áhrif verða greind einstök sýna og gagnasett sem safnað hefur verið frá 2001-2016.

Í fyrsta lagi verður breytileiki erfðamengja arnanna í dag borinn saman við erfðamengi við byrjun niðursveiflunnar, við lágmark stofnsins og þegar stofninn náði að vaxa á ný.
Í öðru lagi verða erfðamengi úr hinum litla íslenska stofni borin saman við erfðamengi frá stærri stofni arna frá meginlandi Evrópu.
Í þriðja lagi þá verða hæfnistengdir eiginleikar eins og frjósemi greind m.t.t. skyldleika milli unga fæddum frá 2001­2016 og erfðabreytileika einstaklinga.

Greining á neikvæðum áhrif skyldleikaæxlunar, eins og á stærð litningaenda og sníkjudýrabyrði verður einnig athuguð með qPCR. Breytileiki erfðamengjanna gefur tækifæri til að prófa ýmsar tilgátur stofnerfðafræðinnar um áhrif náttúrulegs vals og stofnsveiflna á sameindabreytileika.

Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa þýðingu bæði fyrir þróunarfræði og náttúruverndarlíffræði og verndun hafarnarins á Íslandi.

 

 Umsjón

 

Um verkefnið

Nýtanlegt nitur er nauðsynlegt fyrir frumframleiðslu. Í þessu verkefni munum við afla upplýsinga um niturnám lífvera (NL) í átta skilgreindum norðlægum vistgerðum (EUNIS flokkun), en í þessum vistgerðum er um 90% af lágplöntuþekju utan ræktarsvæða á Íslandi. Þetta verður gert með því að mæla niturnám, með skilgreiningu á bakteríum og niturnámskerfum, m.a. þætti hins óhefðbundna Vnf kerfis, og með tilraunastofuprófun á tilgátum um meginþáttakendur, þar sem nýtt verður efnagreining og samsætugreining, raðgreining erfðaefnis og lífupplýsingafræði.

Markmiðin eru að:

 1. Afla áreiðanlegra talna um NL í lágplöntuvistkerfum með asetýlen afoxun (ARA) sem kvörðuð er með 15N upptöku. 
 2. Skilgreina niturnámsbakteríur og helstu lífverur í þessum vistgerðum með aðferðum örverufræði og erfðafræði.
 3. Framkvæma athuganir úti í vistkerfunum varðandi fjölda blágrænbaktería og umhverfisþætti (raki, hitastig o.fl.), svo og tilraunir bæði í mörkinni og á tilraunastofu til að skilgreina hvað stýrir NL.
 4. Staðfesta þátt Vnf niturnámskerfisins í lágplöntuvistkerfum, bæði í mörkinni og á tilraunastofu.

Til þess munum við a) nýta massagreiningu til að mæla hlutfall 15N samsætunnar (lægra í Vnf en Nif), og b) mæla tjáningu vnf og nif gena með víxlritun og magnbundnu PCR. 5) Yfirfæra niðurstöður til sambærilegra vistkerfa erlendis, gera líkan að LN og meta mikilvægi á heimsvísu.

 

 Umsjón

 

Um verkefnið

Grunnurinn að aðlögun lífvera að umhverfi sínu byggir á samspili þroskunarferla og þróunar. Til að skilja þetta samspil er gagnlegt að rannsaka náttúrulega stofna sem hafa verið undir sterku vali og sýna jafnvel endurtekna þróun samskonar einkenna. Athyglisvert dæmi um slíkt eru bleikjuafbrigðin fjögur í Þingvallavatni, sem hafa þróast þar á um 10.000 árum, og endurteknin þróun dvergbleikju í íslenskum lækjum og hrauntjörnum. Við rannsökuðum genatjáningu (mRNA og miRNA) í Þingvallableikjum og fundum vísbendingar um hvað veldur þroskun mismunandi höfuðlags afbrigðanna. Þar má nefna net gena sem eru ólíkt tjáð í þroskun botnlægra og sviflægra bleikjuafbrigða. Við viljum fylgja þessu eftir og freista þess að finna þá erfðaþætti sem stjórna þroskaferlunum og greina áhrif erfðabreytileika í stjórnröðum og genum sem sem orsaka þennan svipfarsmun. Þetta verður gert með því að nýta sér nútíma DNA raðgreiningartækni og samþætta á þrjá vegu. Fyrst munum við raðgreina erfðamengi bleikju. Næst munum við greina mismunandi methýlun í erfðamenginu snemma í þroskun og kanna tengsl hennar við genatjáningu. Í síðasta lagi munum við nota makvissa endurraðgreiningu á áhugaverðum stjórnsvæðum og bera þær breytingar sem aðskilja Þingvallableikjur saman við raðir úr öðrum bleikjustofnum, til að kanna hvort sömu gen séu undir vali þar. Að endingu verða áhrif þeira gena, stjórnþátta og stökkbreytinga sem finnast, prófuð í frumuræktum og í zebrafiskum.

 

 Umsjón

 

Um verkefnið

Bleikja (Salvelinus alpinus) í Þingvallavatni er kjörin fyrir rannsóknir á ferlum þróunar og æxlunarlegs aðskilnaðar. Þar skiptir mestu hversu stutt er síðan bleikjan settist þar að, og að á þeim tíma myndaði hún fjögur ólík afbrigði. Afbrigðin eru ólík útliti, hegðan og fleiri þáttum tengdum lífsögu, sem bendir til að þróunarleg aðlögun hafi ýtt undir fjölbreyttni í formi og jafnvel tilurð æxlunarlegra hindrana. Við munum einbeita okkur að tveimur minni afbrigðunum, murtu og dvergbleiku sem eru ólík í höfuðlagi og borða fæðu annars vegar í vatnsmassanum (murta) og á hraunbotni (dvergbleikja). Tilgátan sem liggur til grundvallar rannsókninni er sú að æxlunarlegar hindranir séu til staðar milli dvergbleikju og murtu, (m.a. vegna þess að blendingar þeirra eru smærri og jafnvel með aflöguð höfuð miðað við foreldragerðirnar) og að minni hæfni blendinga skapi þróunarfræðilegan þrýsting á aðra lífssöguþætti sem tengjast mökunaratferli, stað og sérstaklega tímasetningu hryggningar. Verkefnið samanstendur af fjórum hlutum. Fyrst munum við æxla saman afbrigðum og kanna lífslíkur og eiginleika (stærð og höfuðlag fóstra) blendinga, samanborið við dvergbleikju og murtu. Næst er markmiðið að skoða genatjáningu í sama efniviði, til að kanna hvort hún raskast í blendingum. Í þriðja hluta munum við skoða dreifingu fiskanna á hrygningarstöðvunum, bæði með netaveiðum og myndatöku í vatni. Að síðustu munum við kanna makaval og æxlunarárangur inni á tilraunastofu og í Þingvallavatni.

 

 Umsjón

 

Um verkefnið

Í rannsókninni verður einstakt aldarlangt safn kvarna frá tveimur af stærstu þorskstofnum (Gadus morhua) í heiminum nýtt til að þróa lengstu og nákvæmustu vaxtar- og hitaseríu sem gerð hefur verið fyrir nokkra sjávarfisktegund. Gagnaserían verður byggð á samsæturannsóknum og mælingum á vexti, og er ætlunin að setja hana í samhengi við langtímaviðgang þorskstofna við Ísland og í NA-Íshafi. Einnig verður hún tengd við hitastigs- og loftslagsstuðla byggða á samlokum sem búa á landgrunni við Ísland og Noreg, við hitastigsmælingar og við spálíkön um hafstrauma til að bera kennsl á þær aðstæður sem stuðla að breytilegri framleiðni í þorskstofninum, í einni af viðamestu rannsóknum sem hafa verið gerðar fyrir nokkurn fiskistofn í heiminum. Niðurstöðurnar úr verkefninu munu veita yfirsýn yfir heildaviðgang botnfiska í NA-Atlantshafi sem er ekki hægt með styttri tímaseríum. Einnig er við að búast að niðurstöðurnar muni ekki aðeins veita okkur upplýsingar um framtíðarmat og -stjórnun tveggja stærstu og verðmætustu botnfiskveiðistofna í heiminum, heldur að auki muni þær vera grundvöllur fyrir yfirgripsmiklar spár um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög botnfiska og sjávarvistkerfi í grundvöllu NA-Atlantshafi.

 

 Umsjón

Ólafur S Andrésson

 

Ólafur Sigmar Andrésson

 

Aðrir þátttakendur

 • Silke Werth

 

Um verkefnið

Samlífi er meginstef í þróun lífsins. Vistkerfi um gervallan heim eru undir álagi vegna loftslagsbreytinga sem búast má við að hafi sérstaklega alvarleg áhrif á náinn og samofin samskipti eins og samlífi flétta. Lífverur breyta gjarna tjáningu gena til að verjast sveiflum í umhverfi og öðrum streituvöldum. Hugsanlega treysta lífverur á sömu kerfi til að verjast umhverfissveiflum og til að bregðast við loftslagsbreytingum, en þekking okkar á eiginleikum þessara kerfa í samlífi flétta og getu þeirra til að bregðast við aðstæðum er af skornum skammti.

Við hyggjumst rannsaka vistfræðilega mikilvæga eiginleika svipfars og erfðamengja í tveimur fléttutegundum sem eru algengar í norðlægum vistkerfum. Þessar skófir finnast á sömu landsvæðum, en frumframleiðendur fléttanna tilheyra mjög ólíkum þróunargreinum. Annars vegar munum við gera víðtækari RADraðgreiningu á stofngerð Peltigera membranacea og P. leucophlebia. Hins vegar ætlum við að rannsaka genatjáningu (með RNAseq og qPCR) og kanna viðbrögð við hitaálagi við staðlaðar aðstæður á rannsóknarstofu. Gögnin og greiningar munu gera okkur kleift að greina á milli áhrifa vegna erfða og umhverfis-aðlögunar, og afhjúpa kerfi sem gegna lykilhlutverkum í bæði lífeðlisfræðilegri og þróunarlegri aðlögun þessara merkilegu samlífisvera. Niðurstöðurnar munu nýtast þeim sem rannsaka svörun vistkerfa við loftslagsbreytingum og samlífi á víðum grunni.

 

 Umsjón

 

Denis Warshan
 

 

 

 

Um verkefnið

Blábakteríur í samlífi við sveppi (í fléttum) og mosa leggja til um 30% þess niturnáms sem fram fer á landi og þar með eru þessi sambýli lykilþátttakendur í efnahringrásum lífheimsins. Þrátt fyrir vægi þeirra í mörgum vistkerfum eru smátriði þess hvernig sambýli blábaktería myndast harla lítt kunn, miklu síður en í mörgum öðrum sambýliskerfum, og lítið vitað um þau gen blábaktería sem helst koma við sögu. Fyrirhugað verkefni mun leiða betur í ljós smátriði þessa sambýlis í þessum tilteknu atriðum:

 1. Þróunarsögu þeirra baktería sem mynda fléttusambýli.
 2. Efnabúskap þáttökulífveranna við myndun samlífis.
 3. Hlutverk gena sem taka þátt í myndun og viðhaldi samlífis.

Markmið verkefnisins eru að:

 1. Greina hvaða gen hafa verið tekin upp og virkjuð við þróun blábaktería til fléttusamlífis. Þetta gverður gert með samanburði erfðamengja og með tilraunum til að nýmynda samlífi með fléttuhýslum.
 2. Leiða í ljós efnasamskipti milli þáttakenda við myndun fléttusamlífis.
 3. Leiða í ljós hlutverk gene sem varðveitt eru við samlífi með því að óvirkja þau.

Fyrirhugað verkefni mun í fyrsta sinn þróa tilraunakerfi til að greina á sameindagrunni samskipti þeirra lífvera sem mynda fléttur með blábakteríum og jafnframt þróa tól og aðferðir til að fylgjast með aðlögun og heilbrigði þessara samlífiskerfa og vistkerfa þeirra.