Umhverfisfræði og loftslagsbreytingar

Image
Öldugangur

Umhverfisfræði og loftslagsbreytingar

Mengun, eyðing búsvæða og loftslagbreytingar af mannavöldum hafa veigamikil áhrif á lífríki jarðar. Þetta sést á landi og legi, í sveitum og borgum, og hefur áhrif á alla lífveruhópa.

Rannsóknaviðfangsefni líffræðinga á þessu sviði eru fjölbreytt, t.a.m.

  • Hvaða áhrif hefur hlýnun á gróður og vistkerfi?
  • Hvert er samspil beitar og hlýnunar í landvistkerfum?
  • Hver er framvinda gróðurs á jökuleyrum?
  • Hvernig mótar jarðhiti örverur og skordýrasamfélög?
  • Hvaða áhrif hefur hávaði frá siglingum og veiðum á sjávarspendýr?
  • Hvernig er landnámi framandi skordýra á Íslandi háttað?

Rannsóknaverkefni

Heimasíða verkefnisins

 

 Umsjón

 

Um verkefnið 

Noise is thought to be one of the main threats to northern bottlenose whales. However, due to their elusive nature, little is known about this species in Iceland and the Northeast Atlantic in general.

This project aims to provide important insights into northern bottlenose whales and evaluate the potential threat of anthropogenic noise disturbance to them by assessing 1) relative abundance and movement directions for the population, 2) individual movement, habitat use, behaviour and responses to noise, and 3) overlap of impulsive anthropogenic noise with whale occurrence and habitat.

To achieve this, the project uses state-of-the-art observation and tracking technologies such as bottom-moored acoustic recorders and satellite tags, combined with photo-identification and surface observations. 

 

 Umsjón

 

Um verkefnið

Hnignun vistkerfa, sem oftast er afleiðing mannlegra þátta, er vandamál á heimsvísu. Þegar vistkerfi hafa náð háu hnignunarstigi, til dæmis eftir þunga búfjárbeit, nægir oftast ekki að friða þau fyrir beit til að þau nái að endurheimta sitt fyrra, eða heilbrigðara stig. Þeir ferlar sem fanga vistkerfi í viðjum hnignunar eru hins vegar ekki vel þekktir.

Markmið verkefnisins er að rannsaka þá vistkerfisferla sem hægja á eða koma í veg fyrir að hnignuð beitilönd endurheimti framleiðnara stig við beitarfriðun. Við munum einbeita okkur að hnignuðum túndruvistkerfum (handan skógarmarka) sem enn hafa ekki hrunið að fullu og hvernig mismunandi virknihópar meðal plantna og jarðvegsferlar kunna ýmist að hindra eða örva endurheimt heilbrigðara stigs. Hæg viðbrögð hnignaðra vistkerfa við beitarfriðun kunna að vera háð eiginleikum ríkjandi tegunda plantna, sem orsaka hægt niðurbrot lífrænna leifa og hringrás næringarefna og litla framleiðni, sem viðheldur þar með hnignunarstiginu. Þekking á ferlum sem fanga vistkerfi í viðjum hnignunar er lykillinn að sjálfbærum landnýtingaráætlunum.

Til að svara rannsóknarspurningunum munum við nota fjölbreytta nálgun, allt frá beinum athugunum á sambandi virknihópa plantna og vistkerfisferla, til tilrauna (á vettvangi og í rannsóknastofu) og líkanagerðar.

 Umsjón

 

Um verkefnið 

Örar breytingar eiga sér nú stað á lífríki hafsins fyrir tilstilli mannsins sem valda vaxandi áhyggjum um afdrif fjölmargra sjávarlífvera á komandi árum. Meðal neikvæðra áhrifa af mannavöldum er aukinn hávaði í höfunum, sér í lagi á há- og lágnorrænum hafsvæðum. Viðkvæmar tegundir eiga þar sérstaklega undir högg að sækja; ein þeirra er andarnefjan. Staða þekkingar hvað varðar lífshætti og far andarnefja í norðaustanverðu Atlantshafi er verulega takmörkuð þó svæðið virðist mikilvægt búsvæði tegundarinnar.

Meginmarkmið verkefnisins er að afla nýrrar þekkingar á lífsháttum andarnefja og leggja mat á áhrif hljóðmengunnar af mannavöldum á tegundina með því að rannsaka

  1. hlutfallslega gnægð og ferðir andarnefja austur af Íslandi,
  2. ferðir, búsvæðanotkun og viðbrögð andarnefja við hljóðmengun í norðaustanverðu Atlantshafi
  3. skörun púlsasuðhljóða af mannavöldum við farleiðir og búsvæði andarnefja.

Til að svara rannsóknarspurningunum verður notast við nýstárlegan tæknibúnað á borð við botnföst hljóðupptökutæki, gervihnattasenda, flygildi, ómannaða, fjarstýrða kafbáta, ljósmyndagreiningu og atferliskannanir. Rannsóknin mun veita fyrstu heildrænu upplýsingarnar um hlutverk svínhvala í vistkerfi sjávar úti fyrir strendur Ísland og möguleg áhrif hljóðmengunar af völdum púlssuðhljóða af mannavöldum á viðkvæma hvalategund. Rannsóknin mun jafnframt veita mikilvæga þekkingu á þeim áhrifum sem hljóðmengun og annarskonar röskun af mannavöldum getur haft á náskyldar tegundir.

Sjá nánar um fjármögnun og lengd verkefnisins í Gagnatorgi Rannís

 Umsjón

 

Um verkefnið

Hnúfubakar voru veiddir í miklum mæli fyrir miðja 20. öld og margir stofnar þá í verulegu lágmarki. Síðustu 20 ár hefur tegundin tekið við sér og virðist fara fjölgandi, þá sérstaklega á pólsvæðunum. Hnúfubakurinn ferðast árlega milli æxlunar- og fæðustöðva þar sem þeir nærast lítið eða ekkert á æxlunarstöðvunum í hitabeltinu. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að tímasetning fars frá fæðustöðvum er mun seinni en áður hefur verið talið á norðurhveli og mögulega dvelja sumir hnúfubakar veturlangt á fæðustöðvum sínum. Rannsóknir umsækjanda hafa sýnt fram á að hnúfubakar eigi viðveru við Ísland yfir hávetur þar sem þeir syngja af krafti (æxlunarhegðun tarfa) þegar fengitíminn er genginn í garð, sú hegðun hefur fyrst og fremst tengst æxlunarstöðvum. Gefur það til kynna að hvalirnir velji milli þess að fara í far og dvelja lengur á fæðustöð til að eiga meiri líkur á að nærast en minni líkur á að æxlast þó tilraun sé gerð til þess (sbr. söngvar). Þannig sveigjanleiki gæti gert tegundinni kleift að bregðast við breyttum aðstæðum í hafinu og þannig aukið viðkomu sína. Því er ljóst að þekkingu skortir á hlutverki hnúfubaka á fæðustöðvum sínum árið um kring. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvernig vetrardvöl á heimskautasvæði gæti eflt hæfni hnúfubaka. Fjölþættum og nýstárlegum aðferðum verður beitt til að kanna líkamsástand, frjósemi, fæðuöflun og hegðun á ólíkum árstíðum. Niðurstöður munu varpa nýju ljósi á hæfni þessa stóra hvals í hratt hlýnandi vistkerfum sjávar.

Nánari upplýsingar um fjármögnun og lengd verkefnisins í Gagnatorgi Rannís