Haustfagnaður Líffræðifélagsins ásamt aðalfundi verður haldinn laugardagskvöldið 2. nóvember á Bryggjunni Brugghúsi.
Við verðum í hinum glæsilega Bruggsal, gengið inn hægra megin við barinn. Bjór á krana og aðrir drykkir (plús snakk&nammi) í boði stjórnar eitthvað fram eftir kvöldi, eftir það kaupa gestir sér sjálfir á barnum.
Ókeypis er inn á viðburðinn fyrir virka félaga. Félagar geta tekið með sér gest og greiða 2000kr gestagjald.
Endilega látið vita á Facebook viðburðinum ef þið ætlið að mæta.
Kennarar í líffræði munu taka þátt í aðalfundi og kryddrækjunni.
--
Dagskrá kvöldsins:
19:00 Húsið opnar
19:30 Aðalfundur Líffræðifélagins. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin vekur sérstaka athygli á umræðu um styrkarsjóð félagsins sem verður komið á fót í vetur.
–ATH Almennur aðalfundur er aðal vettvangurinn fyrir félagsmenn til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins okkar, með því taka þátt í umræðum og kjósa.–
20:15 Kryddrækjan 2024 – líffræðiárið verður gert upp með góðum gestum í pallborði. Nánar auglýst síðar.
21:15 Ölspurn / BarSvar í boði Haxi. Sígild keppni í hver veit mest um líffræði!
22:00 [kannski eitthvað fleira skemmtilegt, auglýst síðar!]
———
Stjórnin