Header Paragraph

Doktorar ársins 2021

Image
""

Rannsóknarvirkni er mikil við Líf- og umhverfisvísindastofnun. Á nýliðnu ári vörðu 7 nemendur doktorsritgerðirnar sínar, sex í líffræði og einn í landfræði. Í Háskólanum öllum voru 80 doktorar útskrifaðir, þannig að framlag stofnunar er umtalsvert. Þar sem doktorahátíðin er alltaf 1 desember, teljast doktorar desembermánaðar 2020 með í bókhaldinu. Fjallað er ítarlegar um doktora ársins á vef Háskóla Íslands.

Eftirtaldir nemendur vörðu ritgerðir sínar:

Leiðbeinandi: Dr. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
Andmælendur: Dr. Alejandro Gallego, forstöðumaður hjá Hafrannsóknastofnun Skotlands, og dr. Pierre Pepin, vísindamaður við DFO-stofnunina í Kanada.

Heiti ritgerðar: Notkun líkana til að herma eftir dreifingu og atferli fiskungviðis. Modelling the dispersal and behaviour of fish early life-stages.

Doktorsvörn Williams fór fram 9. desember 2020.

Leiðbeinandi: Dr. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild. 
Andmælendur: Dr. Richard David Marriott Nash, sérfræðingur hjá Marine Fisheries Cefas í Lowestoft í Bretlandi, og dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Heiti ritgerðar: Stofnsveiflur fiskungviðis og hryggleysingja við Ísland. Population dynamics of fish juveniles and invertebrates in Icelandic waters.

Doktorsvörn Jónasar fór fram 20. janúar.

Leiðbeinandi: Dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
Andmælendur: Dr. Henk P. Haagsman, prófessor við Utrechtháskóla í Hollandi, og dr. Sif Hansdóttir, yfirlæknir við Landspítala og aðjunkt við Læknadeild.

Heiti ritgerðar: Áhrif aroyl phenílenedíamína og þrýstingsálags á ónæmisþætti lungnaþekjunnar. Effects of aroylated phenylenediamines and mechanical stress on lung epithelial immunity.

Doktorsvörn Iwonu fór fram 5. febrúar.

Sameiginleg doktorsgráða frá Háskóla Íslands og Universität für Bodenkultur Wien í Austurríki.

Leiðbeinendur: Dr. Guðrún Gísladóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og dr. Franz Ottner, prófessor við Universität für Bodenkultur Wien í Austurríki.
Andmælendur: Dr. Randy A. Dahlgren, prófessor emeritus við University of California í Bandaríkjunum, og dr. Goran Durn, prófessor við Háskólann í Zagreb í Króatíu.

Heiti ritgerðar: Veðrun gjósku og áhrif hennar á jarðvegsmyndun sunnan Vatnajökuls. Weathering of volcanic tephra and its impact on soil formation south of Vatnajökull glacier.

Doktorsvörn Theresu fór fram 11. júní.

Leiðbeinandi: Dr. Steven E. Campana, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
Andmælendur: Dr. Karin Hüssy, rannsakandi við DTU, Danmarks Tekniske Universitet í Danmörku og dr. Arild Folkvord, prófessor við Háskólann í Bergen í Noregi.

Heiti ritgerðar: Fylgni hitastigs og búsvæðavals hjá íslenskum og norðaustur-heimskautsþorski. Temperature selectivity in Icelandic and Northeast-Arctic cod.

Doktorsvörn Gotje fór fram 25. júní

Leiðbeinandi: Dr. Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík.
Andmælendur: Dr. Arne Bjørge, sérfræðingur við Havforskningsinstituttet í Noregi, og dr. Finn Larsen, sérfræðingur við DTU Aqua í Danmörku.

Heiti ritgerðar: Eftirlit með hvölum sem aukaafla og hvernig draga má úr ánetjun þeirra í veiðarfæri, með áherslu á hnúfubaka (Megaptera novaeangliae) við Ísland. Monitoring and mitigating cetacean bycatch and entanglement in fishing gear, with a focus on humpback whales (Megaptera novaeangliae) in Iceland.

Doktorsvörn Chörlu fór fram 7. september.

Umsjónarkennari: Dr. Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
Leiðbeinandi: Dr. Oddur Vilhelmsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Andmælendur: Dr. James Bradley, lektor við Queen Mary University í London í Bretlandi, og dr. Pauline Vannier, sérfræðingur hjá Matís.

Heiti ritgerðar: Bakteríusamfélög og niturbinding í mosum og fléttum á tímum loftslagsbreytinga. Bacterial communities of lichens and mosses and nitrogen fixation in a warming climate.

Doktorsvörn Ingeborgar fór fram 1. október.

Doktorsritgerðir má finna á vefnum Opnin vísindi