Header Paragraph

Alþjóðlegt verkefni um menntun leiðsögumanna og öryggi ferðafólks á norðurslóðum

Image
Þáttakendur í verkefninu Arctic Guides Safety Education Collaboration

Með vaxandi ferðamennsku á norðurslóðum hefur öryggi ferðafólks komist í kastljósið. Ýmsir þættir gera það að verkum að ferðalög á norðurslóðum geta reynst varasöm. Veður geta orðið válynd með stuttum fyrirvara, loftslag er kalt, fjarlægðir miklar og innviðir, til dæmis til leitar- og björgunarstarfa eru takmarkaðir. Ef slys henda eru leiðsögumenn oftar en ekki fyrstir á vettvang og eru því í lykilhlutverki til að tryggja öryggi ferðafólks. 

Dagana 15. - 17. febrúar síðastliðinn fór fram fyrsti fundur í verkefninu Arctic Guides Safety Education Collaboration. Verkefnið er fjármagnað af Nordplus Horizon áætluninni og miðar að því að kortleggja og efla menntun leiðsögumanna á norðurslóðum og vinna þannig að bættu öryggi ferðafólks á svæðinu. Land- og ferðamálafræðistofa Háskóla Íslands leiðir verkefnið en aðrir þátttakendur eru Háskólinn í Stavanger og þrjár menntastofnanir sem bjóða uppá nám fyrir leiðsögumenn: Háskólasetrið á Svalbarða sem er hluti af Háskólanum í Tromsø, Campus Kujalleq á Grænlandi og Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu. 

Texti

Í tengslum við fund aðstandenda verkefnisins var haldin vinnustofa með hagaðilum þar sem helstu öryggisáskoranir í ferðamennsku hérlendis voru greindar ásamt leiðum til að efla menntun leiðsögumanna. Þátttakendur á vinnustofunni komu m.a. frá Landhelgisgæslunni, 112, Samtökum ferðaþjónustunnar, Félagi Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, fyrirtækjum í ferðaþjónustu og rannsakendum. 

Mynd
Image
Þáttakendur í verkefninu Arctic Guides Safety Education Collaboration

Á fundinum kynntu aðilar leiðsögunám sem verið er að vinna að innan skólanna, miðluðu reynslu og þekkingu og ræddu samstarfsmöguleika ásamt því að heimsækja ferðaþjónustufyrirtæki og Samhæfingarstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Jafnframt var haldin vinnustofa með hagaðilum þar sem helstu öryggisáskoranir í ferðamennsku hérlendis voru greindar ásamt leiðum til að efla menntun leiðsögumanna. Þátttakendur á vinnustofunni komu m.a. frá Landhelgisgæslunni, 112, Samtökum ferðaþjónustunnar, Félagi Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, fyrirtækjum í ferðaþjónustu og rannsakendum. 

Næsti fundur verkefnisins verður haldinn á Svalbarða í maí.

Frekari upplýsingar um verkefnið.