Land- og ferðamálafræðistofa LUVS er rannsóknavettvangur kennara og annarra starfsmanna í landfræði og ferðamálafræði (sjá lista að neðan).
Mikil fagleg breidd þessara tveggja greina endurspeglast í þeim rannsóknaverkefnum sem unnið er að við stofuna. Sem dæmi má nefna rannsóknir á jarðvegsferlum í náttúrulandfræði, verkefni tengd mannvistarlandfræði um hjólreiðar í borgarumhverfinu og rannsóknir á uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli (sjá Yfirlit yfir rannsóknarverkefni).