Líf- og umhverfisvísindastofnun

Vist- og þróunarfræði

Þróunarfræðin er samofin allri líffræðinni, því allar lífverur eru afurð þróunar og eru í sífellt breytingum háðar. Þróun lífvera gerist í vistfræðilegu samhengi, stundum mjög hratt en oftast á lengri tímaskala. Rannsóknarhópar innan deildarinnar eiga við spurningar sem spanna allt þetta svið:

 • Hvaða þættir hafa áhrif á tegundasamsetningu plöntusamfélaga?
 • Hvað veldur hinum miklu sveiflum í lífríki Mývatns?
 • Hvaða þættir móta landnám tegunda (t.d. birkis) á Breiðamerkursandi?
 • Hvert er óðalsatferli refsins á Hornströndum?
 • Hvaða áhrif hefur hitastig og næring á lífríki straumvatna?
 • Hvert er fæðuatferli þorsksins og stofngerð hans við Ísland
 • Hvaða gen tengjast aðlögun þorsks að dýpi?
 • Hvernig lifðu ferskvatnsmarflær af margar ísaldir af undir jöklum?
 • Hversu víðtæk er kynblöndun birkis og fjalldrapa?
 • Hvernig þróast stjórnraðir gena?
 • Hvaða gen og umhverfisþættir tengjast fjölbreytileika í útliti íslensku bleikjunnar?
 • Er munur á starfsemi erfðamengis íslenskra flétta eftir landfræðilegum svæðum eða hæð yfir sjó?

Listi yfir rannsóknarhópa á sviði þróunarfræði og vistfræði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is