Líf- og umhverfisvísindastofnun

Síðasta þorskastríðið - Sýn hagfræðings á aflareglur

Dagsetning: 
Föstudagur, September 8, 2017 -
12:30 to 13:10
Nánari staðsetning: 
N - 131

Daði Már Kristófersson prófessor og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands heldur erindi:

Síðasta þorskastríðið - Sýn hagfræðings á aflareglur

Aflareglur (harvest rules) hafa verið að ryðja sér til rúms í fiskveiðistjórnun í heiminum, og þykja í dag til marks um vandaða auðlindastjórnun. Íslendingar voru meðal allra fyrstu þjóða til að innleiða slíkar reglur, fyrir rúmlega 20 árum. Forsaga aflareglunnar hér á landi sem og saga hennar er saga átaka og togstreitu ólíkra sjónarmiða. Markmið erindisins er að fara yfir sýn höfundar á þessa sögu sem og sýn hagfræðinnar á aflareglur almennt og sérstaklega á þá nálgun aflareglu sem notuð er við ákvörðun heildarafla þorsks á Íslandsmiðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is