Líf- og umhverfisvísindastofnun

Rannsóknir á steinbít á Látragrunni

Dagsetning: 
Föstudagur, May 10, 2013 -
12:30 to 13:10
Nánari staðsetning: 
Stofa 131

Ásgeir Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun mun fjalla um rannsóknir á steinbítnum (Anarhichas lupus) föstudaginn 10. maí (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Rannsóknir á steinbít á Látragrunni.

Ágrip erindis:

Steinbítur hrygnir á haustin og klekkjast eggin út að vori. Aðalhrygningarsvæði steinbíts er á Látragrunni, árið 1999 byrjuð togskip að veiða steinbít í auknum mæli á Látragrunni á hrygningar- og klaktíma steinbíts. Frá árinu 2002 hefur verið friðað svæði á Látragrunni vegna hrygningar steinbíts. Rannsóknir sýna að steinbítur byrjar að hrygna á Látragrunni í seinnihluta septembers. Árið 2012 var farinn sérstakur rannsóknaleiðangur til að kanna hrygningu steinbíts á Látragrunni. Tilgangur hans var að athuga þéttleika hrygningarsteinbíts, athuga hvort hægt væri að meta þéttleika hrognaklasa með neðansjávar myndavél og sæbjúgsplóg og að merkja steinbít með rafeinda- og slöngumerkjum. Niðurstöður voru að ekki var hægt að meta þéttleika hrognaklasa steinbíts með neðansjávarmyndavélinni né sæbjúgsplógnum, myndir af svæðinu sýndu að steinbítur var oft í gjótum. Merktir voru 191 steinbítur með rafeindamerki, endurheimst hafa 20 steinbítar og sýna niðurstöður að far steinbíts virðist vera breytilegt milli friðaða svæðisins á Látragrunni og nærliggjandi svæða.

 Mynd af steinbíti - úr safni Hafrannsóknastofnunar Picture copyright HAFRO.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is