Líf- og umhverfisvísindastofnun

Kóralar - frá fundi að friðun

Dagsetning: 
Föstudagur, February 15, 2019 - 12:30
Nánari staðsetning: 
Stofa 131

Steinunn Hilma Ólafsdóttir sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna, fjallar um kórala í hafinu við Ísland.

Erindið nefnist Kóralar - frá fundi að friðun.

Ágrip erindis:

Kortlagning kóralsvæða hér við land hefur leitt til friðunar nokkurra svæða sunnan við Ísland þar sem veiðar með botnveiðarfærum hafa verið bannaðar. Í erindinu verður rakin saga rannsókna á kórölum við Ísland. Hvenær þær hófust, hvaða aðferðum hefur verið beitt og hvaða áskoranir felast í þessum rannsóknum. Farið verður yfir helstu hópa og tegundir kórala og útbreiðslumynstur þeirra. Hér við land eru yfir 70 tegundir sem tilheyra kóralafjölskyldunni. Sumar þeirra eru allt í kringum landið meðan aðrar hafa afmarkaðari útbreiðslu. Þrjár kóraltegundir mynda kóralrif hér við land og undanfarin ár höfum við reynt að svara spurningum eins og: Hvar eru kóralrif, hvernig líta þau út, hvert er ástand þeirra og hvar þarf að vernda þau?

Hafrannsóknastofnun vinnur að því að kortleggja kóralsvæði sem og önnur búsvæði á hafsbotninum við Ísland. Markmiðið er að rannsaka lífríkið, botngerðir og hvort viðkvæmar tegundir eða tegundir á válistum er að finna sem er liður í því að meta verndargildi einstakra svæða. Neðansjávarmyndavélar eru notaðar til gagnasöfnunar. Út frá myndefni er hægt að sjá hvort kóralsvæði eru lifandi eða hvort þau eru skemmd og skoða hvaða lífverur nýta sér þessi svæði. Þetta er forsenda þess að hægt sé að meta álag og hættu á að svæði verið fyrir skaða, meðal annars vegna botnveiða, og hvort grípa þurfi til aðgerða til að vernda þau.

Dagskrá föstudagsfyrirlestra vorið 2019.

http://luvs.hi.is/vor_2019

Mynd af kóral er af vef Hafrannsóknarstofnunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is