Líf- og umhverfisvísindastofnun

Kóralar - frá fundi að friðun

Dagsetning: 
Föstudagur, February 15, 2019 - 12:30
Nánari staðsetning: 
Stofa 131

Steinunn Hilma Ólafsdóttir sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna, fjallar um kórala í hafinu við Ísland.

Erindið nefnist Kóralar - frá fundi að friðun.

Ágrip erindis:

Kortlagning kóralsvæða hér við land hefur leitt til friðunar nokkurra svæða sunnan við Ísland þar sem veiðar með botnveiðarfærum hafa verið bannaðar. Í erindinu verður rakin saga rannsókna á kórölum við Ísland. Hvernig þær hófust, hvaða aðferðum hefur verið beitt við að finna þá, hvernig gagnasöfnun er háttað og hvaða áskoranir felast í þessum rannsóknum. Eins verður farið yfir helstu hópa og tegundir kórala og útbreiðslumynstur þeirra. Hér við land eru yfir 70 tegundir sem tilheyra kóralafjölskyldunni. Sumar þeirra eru allt í kringum landið meðan aðrar hafa afmarkaðari útbreiðslu. Til kórala teljast til dæmis kóraltré, sæfjaðrir, steinkóralar og blómkálskóralar. Sumar tegundir eru um 1 sm á hæð en aðrar allt að 3 metrar. Aðeins þrjár þessara tegunda mynda kóralrif. Þær tegundir hafa hingað til fengið mesta athygli og undanfarin ár höfum við reynt að svara spurningum eins og: Hvar eru kóralrif, hvernig líta þau út, hvert er ástand þeirra og hvar þarf að vernda þau?

Dagskrá föstudagsfyrirlestra haustið 2018.

http://luvs.hi.is/haust_2018

Mynd af kóral er af vef Hafrannsóknarstofnunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is