Líf- og umhverfisvísindastofnun

Hvað er hægt að gera við 340 dýrabeinagrindur? Samanburðarsafn í dýrabeinafornleifafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands

Dagsetning: 
Föstudagur, September 27, 2019 - 12:30
Nánari staðsetning: 
stofa 129

Hvað er hægt að gera við 340 dýrabeinagrindur? Samanburðarsafn í dýrabeinafornleifafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands

Albína Hulda Pálsdóttir

Dýrabeinafornleifafræðingur Landbúnaðarháskóla Íslands og doktorsnemi við Centre for Ecological and Evolutionary Synthesis (CEES), Department of Biosciences, University of Oslo

Tölvupóstfang: albinap@gmail.com

Útdráttur

Unnið hefur verið að því að byggja upp samanburðarsafn í dýrabeinafornleifafræði á Íslandi frá árinu 2006. Frá 2013 hefur safnið verið hýst við Landbúnaðarháskóla Íslands á starfsstöð skólans á Keldnaholti í Reykjavík og er þar góð aðstaða til að verka beinagrindur í safnið og nýta þær til rannsókna. Í safninu eru nú yfir 340 beinagrindur af flestum tegundum dýra, fugla og fiska sem finnast á Íslandi. Uppbygging samanburðarsafnsins er hugsuð sem langtímauppbygging rannsóknainnviða á Íslandi og því bætast ný sýni við safnið á hverju ári. Þó að safnið nýtist mest til rannsókna í dýrabeinafornleifafræði þá hefur það einnig verið nýtt til rannsókna í meinafræði húsdýra, þjóðfræði, til kennslu, til notkunar á safnasýningum og við vísindamiðlun. Vísindafólk getur fengið aðgang að safninu til notkunar við rannsóknir og hægt er að fá beinagrindur lánaðar úr safninu vegna rannsókna og kennslu.

Myndina tók A. Pálsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is