Líf- og umhverfisvísindastofnun

Forngarðarnir miklu. Byggðamynstur í nýju landi

Dagsetning: 
Föstudagur, March 17, 2017 - 12:30
Nánari staðsetning: 
Stofa 131

Árni Einarsson er dýravistfræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ flytur erindi Líffræðistofu.

Forngarðarnir miklu, byggðamynstur í nýju landi.

Í Þingeyjarsýslum finnast um 700 km af eldfornum girðingum, langflestar byggðar úr torfi. Garðlögin eru frá fyrri hluta Þjóðveldisaldar, um 950–1100. Girðingarnar voru samhangandi allt frá Mývatni og út á Tjörnes. Þær girtu byggðina af og hólfuðu hana niður og gefa fágæta mynd af byggðinni við upphafið á miklu breytingaskeiði Íslandssögunnar. Útbreiðsla og þéttleiki bæja var mun meiri á þessum tíma en síðar varð.  Girðingarnar voru þá, eins og nú til að hefta för búfjár, en túlkun kerfisins sem þær mynda er vandkvæðum bundin því að engar heildstæðar kenningar eru til um girðingamynstur. Talsvert gagn má þó hafa af kenningum atferlisvistfræðinnar um helgun landsvæða, því að girðingar hafa tilhneigingu til að fylgja landamerkjum. Landamerkjum verður best lýst með stoð í vistfræðirannsóknum á landnámi þar sem samkeppni ríkir um jarðnæði og landnemar leitast við að eyða sem minnstum tíma í að verjast ágangi. Byggðamynstur sem skapast við slíkar aðstæður er bæði fyrirsjáanlegt og reglulegt og fer mest eftir landslagi. Auk merkjagarða voru garðar hlaðnir til að hólfa niður bústofna og vernda slægjulönd.

 
Árni Einarsson er dýravistfræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Hann lauk doktorsprófi frá Aberdeenháskóla, Skotlandi 1975, sem byggðist á rannsóknum á árlegu landnámi fugla á varpstöðvum.  Árni hefur unnið að ýmsum rannsóknum á vistfræði Mývatns. Einnig hefur hann stundað rannsóknir á sviði fornvistfræði og tengdum greinum, m.a. á fornaldargarðlögum og öðrum minjum í Þingeyjarsýslum og túlkun fornrita.
 
Ancient fences and settlement patterns in a newly colonised land.

We have finished a mapping project of an extensive system of turf walls built in NE Iceland in the period c. 950–1100 C.E. Over 700 km of walls have been documented. The project provides an unprecedented snapshot of the settlement pattern soon after the 9th century colonisation of Iceland. The wall system, separating the inhabited lowland from the upland, and reaching from Lake Mývatn to the coast, challenges current concepts of land division and continuity in medieval Iceland. As a fence pattern reflects competition for space and monopolising of resources, we turn to the field of behavioural ecology for theoretical support for our interpretation of it. We are developing a "theory of fencing" based on costs and benefits of exclusive space to predict the size and shape of fenced areas in relation to environmental variables and human population density.  We attempt to explain fence patterns in terms of variables like landscape dimensionality , the quality and use of grazing and haymaking areas, distances from farmhouses, and the urge to delimit territorial boundaries. 

Árni Einarsson is an animal ecologist, the director of the Myvatn Research Station and a guest professor at HÍ. His research has mostly been on various aspects of the ecology of Lake Myvatn, including its palaeoecology.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is