Líf- og umhverfisvísindastofnun

Doktorsvörn: Þróunarleg sérstaða þriggja undirtegunda á Íslandi

Dagsetning: 
Föstudagur, October 23, 2015 - 14:00
Nánari staðsetning: 
N-132

Föstudaginn 23. október ver Julien Amouret  doktorsritgerð sína í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þróunarleg sérstaða þriggja undirtegunda á Íslandi: auðnutittlings, sendlings og músarrindils (Evaluation of three subspecies of birds in Iceland: Acanthis flammea islandica, Troglodytes troglodytes islandicus and Calidris maritima littoralis).

Andmælendur eru dr.  Jacob Höglund, prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og dr. Ralph Tiedemann, prófessor við Háskólann í Potsdam, Þýskalandi.

Leiðbeinandi var dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands  og dr. Tómas Grétar Gunnarsson, vísindamaður og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi.

Dr. Eva Benediktsdóttir, dósent og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni.

Ágrip af rannsókn

Doktorsverkefnið fólst í að meta aðgreiningu þriggja íslenskra deilitegunda (auðnutittlings, músarrindils og sendlings) frá deilitegundum sömu tegunda, bæði með greiningu á útliti og erfðaefni tegundanna. Þrátt fyrir almennt litla líffræðilega fjölbreytni og fáar endemískar tegundir á Íslandi hefur u.þ.b. einn fimmti af fuglategundum á Íslandi verið lýst sem deilitegundum sem einkennast af útlitslegri sérstöðu. Greiningin sýndi að aðgreining íslensku undirtegundanna er nýleg. Mestu erfðafræðilegu aðgreininguna mátti finna meðal músarrindla sem gætu hafa verið aðgreindir frá nágrönnum sínum í Færeyjum, Skotlandi og Skandinavíu allt frá lokum síðasta jökulskeiðs ísaldar.

Um doktorsefnið

Julien Amouret er fæddur 1987. Hann lauk BSc-prófi  í líffræði við University of Rennes I í Frakklandi árið 2009 og MSc-gráðu frá University of Poitiers í Frakklandi árið 2011. Í lok árs 2011 hóf hann doktorsnám með styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is