Líf- og umhverfisvísindastofnun

Umhverfisfræði

Samspil manns og náttúru er eitt af megin viðfangsefnum umhverfisfræðinnar. Rannsóknir í umhverfisfræði spanna eðlilega vítt svið, á mörkum vistfræði, jarðfræði, landafræði og ferðamálafræði. Margar spurningar snúast um verndun náttúrunnar og nýtingu náttúruauðlinda. Rannsóknirnar sem starfsfólk stofnunarinnar tekur þátt í eru mjög fjölbreyttar. Hér eru nokkur dæmi um rannsóknaspurningar:

  • Hver eru áhrif ferðamanna á ferðamannastaði?
  • Hver er upplifun ferðamanna í náttúru Íslands?
  • Hvernig metum við umhverfi okkar, hvaða eiginleikar í náttúrunni kalla fram sterk viðbrögð fólks?
  • Hvaða áhrif hafa framkvæmdir á vistkerfi, fjölbreytileika og ásýnd lands og lagar?
  • Hefur maðurinn stuðlað að breytingar á landi og lífríki, á sögulegum tíma og nú til dags?
  • Hvert er samspil nýtingar sjávarfiska og fuglastofna?
  • Fjölmargir vísindamenn við deildina stunda rannsóknir á þessu sviði. Þeir eru:
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is