Líf- og umhverfisvísindastofnun

Sameindalíffræði

Undanfarna hálfa öld hefur sameindalíffræði blómstrað sem sjálfstætt fag, auk þess sem aðferðir sameindalíffræði og lífefnafræði hafa reynst vel við rannsóknir í líf- og umhverfisvísindum.

 

Innan deildarinnar eru hópar sem leitast við að svara lykilspurningum í sameindalíffræði, t.d.:

  • Hvert er eðli erfðatáknmálsins?
  • Hvernig starfa þau prótín sem sinna eftirmyndun og viðhaldi DNA?
  • Hvernig stýrir líkaminn tjáningu bakteríudrepandi peptíða?
  • Er hægt að örva tjáningu bakteríudrepandi peptíða og vernda viðkvæma einstaklinga?
  • Eru vibrio bakteríur í hafinu við Ísland mögulegir meinvaldar?
  • Hvernig þrauka fléttur af á steinum og hví framleiða þær fjölskrúðug eiturefni?
  • Hvaða gen móta þroskun höfuðs og sporðs bleikjunnar? Listi yfir rannsóknarhópa)
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is