Líf- og umhverfisvísindastofnun

Rannsóknarverkefni Land- og Ferðamálafræðistofu

Yfirlit


Verkefnalýsingar

 

Seljalönd á miðöldum í Reykholti í Borgarfirði

 
Umsjónarmenn: Guðrún Gísladóttir og Egill Erlendsson
 
Lýsing: Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka sel og seljabúskap í Reykholti með áherslu á tíð Snorra Sturlusonar. Beitt er þverfaglegum aðferðum til að varpa ljósi á náttúrulegar forsendur seljabúskapar og efnahagslegt gildi hans fyrir rekstur stórbýlis í Reykholti á miðöldum. Einnig eru rannsökuð áhrif seljanytja á umhverfið og leitast við að útskýra hvaða breytingar ollu því að seljabúskapur lagðist af. Kannað verður skipulag landnýtingar, miðað við þær forsendur sem náttúra og landslag, sem og efnahags- og sögulegar aðstæður buðu upp á, og leitast við að skilja mikilvægi og hlutverk seljabúskapar fyrir Reykholt sem kirkju- og valdamiðstöð, einkum í tíð Snorra. Sel eru almennt vanrækt rannsóknarefni á Íslandi og ættu þessar rannsóknir að vera umtalsvert framlag til nýrrar þekkingar.
Samstarfsstofnanir eru Sagnfræðistofnun HÍ, Þjóðminjasafn Íslands, Snorrastofa Reykholti, Háskólinn í Bergen, Planteforsk, Kvithamar í Noregi, Stokkhólms háskóli, University of Sheffield, University of Birmingham og Landbúnaðarháskóli Íslands.
 
Verkefnið hlaut verkefnisstyrk frá Rannís árið 2008. Árið 2007 hlaut það styrk frá Det kgl. kultur- og kirkedepartementet í Noregi og Sparisjóði Mýrasýslu.
 

Umhverfisstjórnun og ferðamennska

 
Umsjónarmenn: Rannveig Ólafsdóttir
 
Lýsing: Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka viðhorf og þekkingu ferðaþjónustuaðila og ferðamanna til umhverfisstjórnunar og vistvænnar vottunar íslenskrar ferðaþjónustu og byggja þannig mikilvægan grunn þekkingar til frekari rannsókna, þróunar og ráðgjafar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu hér á landi.
 
Samstarfsstofnanir eru Ferðamálasetur Íslands, Línuhönnun hf og Háskólasetrið á Hornafirði. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna vorið 2007 og frá Aðstoðarmannasjóði HÍ sumarið 2007.
 

Litróf landbúnaðarins: Forsendur fjölbreyttrar atvinnu í sveitum

 
Umsjónarmenn: Karl Benediktsson, Magnfríður Júlíusdóttir og Anna Karlsdóttir
 
Lýsing: Markmið rannsóknarinnar er að að kanna forsendur og áherslusvið í þróun nýrra tekjustofna til sveita; kanna viðhorf bænda til nýbreytni í þróun vöru og þjónustu til að treysta afkomugrundvöll; og loks að greina þróun í nýsköpun og fjölþættingu landbúnaðar út frá kenningarlegu sjónarhorni um sjálfbært lífsviðurværi. Hugað verður m.a. að staðsetningu býla, aðgengi að fjármagni, aldri, kyni og menntun ábúenda.
 
Verkefnið hlaut sérstakan afmælisstyrk Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Það hófst sumarið 2007 og mun standa í tvö ár. Starfsmaður er Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðinemi.
 

Skipulag Lakagígasvæðisins fyrir ferðamennsku og útivist

 
Umsjónarmenn: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Rannveig Ólafsdóttir
 
Lýsing: Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á þolmörk ferðamennsku á Lakagígasvæðinu. Spurningakönnun er gerð meðal ferðamanna og tekin við þá djúpviðtöl. Sjónrænt mat er lagt á ástand náttúrufars og innviða. Kannað er viðhorf ferðaþjónustuaðila til ferðamennsku, og lagt mat á fjölda gesta á svæðinu með sjálfvirkum teljurum. Niðurstöðurnar verða nýttar við deiliskipulag svæðisins.
 
Verkefnið er fjármagnað af Vegagerðinni og er unnið í samvinnu við Þjóðgarðinn í Skaftafelli og Kirkjubæjarstofu. Starfsmenn eru Hjalti Nielsen landfræðingur og Þorkell Stefánsson nemandi í ferðamálafræðum.
 

GIS-based spatial decision support system for tourism

 
Umsjónarmenn: Rannveig Ólafsdóttir
 
Lýsing: This study attempts to assess and analyse the potential of sustainable tourism planning by using a GIS for identifying appropriate criteria for the selection of suitable land for tourism development. The general objective of this study is to develop and construct a Tourism Decision Support System (TDSS) for sustainable tourism planning by:
 
* identifying the major factors and variables influencing the natural and cultural environments as a result from tourism impact
* identifying factors and variables influencing the tourists choices of travelling
* assessing and analysing the identified factors and variables spatial criteria for estimating a Tourism Impact Factor (TIF)
* classifying sensitivity to locate areas prone for tourism development as well as areas where tourism should be kept moderate for sustainable planning
 
Samstarfsstofnanir: Ferðamálasetur Íslands og Lunds universitet (GIS Centrum). Verkefnið hefur hlotið styrk frá Letterstedtska sjóðnum.
 

Rural Change in a systems perspective

 
Umsjónarmenn: Rannveig Ólafsdóttir
 
Lýsing: This project will focus on rural development and the interaction between different types of land use and associated stakeholders. Based on scenarios analysis for different rural futures, the project aims to analyse the sensitivity of municipalities representing opposing panoramas of opportunities and constraints to external driving forces and internal dynamics employing systems analysis and GIS. Specific aims of the project are to:
 
* Increase the understanding of interactions between stakeholder interest and land-use conflicts in rural development
* Develop and test techniques for more transparent and deliberative planning
* Develop generic impact assessment indicators through several diverse case studies
* Assess how changes in demands and rural activities affect landscape exploitation and character from pristine to urbanised landscapes
* Assess how increased exploitation due to changed demands on land-use may change specific landscape traits towards points of irreversibility.
 
Samstarfsstofnanir: Ferðamálasetur Íslands, Lunds universitet (Institutionen för kemiteknik), Stockholms universitet (Naturgeografiska institutionen).
 

Þróun og hönnun ákvörðunarkerfis til uppbyggingar og stýringar sjálfbærrar ferðamennsku í friðlöndum

 
Umsjónarmenn: Rannveig Ólafsdóttir
 
Lýsing: Meginmarkmið verkefnisins er að þróa og hanna ákvörðunarkerfi/stjórnunarkerfi (spatial decision support system - SDSS) fyrir sveitarstjórnir, landeigendur og aðra hagsmunaaðila til uppbyggingar og skipulagningar sjálfbærrar ferðamennsku í friðlöndum.
 
Samstarfsstofnanir: Ferðamálasetur Íslands, Línuhönnun hf, Lunds universitet (GIS Centrum).
 

Kortlagning og mat „ósnortinna" víðerna

 
Umsjónarmenn: Rannveig Ólafsdóttir
 
Lýsing: Meginmarkmið þessa verkefnis er að hanna landfræðilegt reiknilíkan til að meta og kortleggja ósnortin víðerni Íslands með tilliti til skilgreiningar starfshóps sem skipaður var af umhverfisráðherra árið 1997 í kjölfar ályktunar Alþingis um mörkun stefnu um varðveislu ósnortinna víðerna, ásamt fleiri áhrifaþáttum sbr. aðgengi, landslagi og hljóðmengun. Jafnframt að endurmeta skilgreininguna m.t.t. upplifun ferðamanna með því að bæta viðhorfum þeirra við sem breytu inn í reiknilíkanið. Stuðst verður við nýjar aðferðir sem þróaðar hafa verið í svipuðum rannsóknum erlendis, einkum í Ástralíu og Skandinavíu.
 
Samstarfsstofnanir: Ferðamálasetur Íslands, Lunds universitet (GIS Centrum) og Stofnun Fræðasetra Háskóla Íslands.
 

Náttúruupplifun langhlaupara á „Laugaveginum"

 
Umsjónarmenn: Anna Dóra Sæþórsdóttir og Katrín Anna Lund
 
Lýsing: Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun hlauparanna á náttúrunni sem þeir hlaupa í og hvernig þeir samflétta hlaupið við upplifun á náttúru og landslagi. Skoðað er hvaða eiginleikum náttúran þarf að státa af til að höfða til hlaupara. Einnig er kannað hversu sterkt Ísland vegur sem áfangastaður fyrir erlendu hlauparana sem og hverjir eru helstu keppinautar meðal náttúruhlaupa. Það er gert með því að spyrja þá sem hafa reynslu af öðrum náttúruhlaupum hvort önnur hlaup (náttúru/maraþon) hafi komið til greina (af hverju, af hverju ekki), hverjir áfangastaðir þeirra sem hafa tekið þátt í öðrum náttúruhlaupum hafi verið, hvað stjórni valinu á slíkum hlaupum og hvort skipulag og framkvæmd hlaupsins sé eins og best verður á kosið.
 
Starfsmaður verkefnisins er Telma Magnúsdóttir, nemandi í ferðamálafræðum.
 

Umhverfisbreytingar á sögulegum tíma

 
Umsjónarmenn: Guðrún Gísladóttir og Egill Erlendsson
 
Lýsing: Þróun landvistkerfis á Holocen og sögulegum tíma þar sem sérstaklega er lögð áhersla á jarðveg, gróðurfar og kolefnisbúskap í landumhverfi og rof, þar með talið vindrof. Rannsakað er hvaða áhrif eldvirkni, landsnytjar, rof og loftslagsbreytingar hafa haft á þessa þróun. Rannsakaðir eru efna- og eðliseiginleikar jarðvegs og gróðurfar rannsakað í tíma með hjálp frjókornagreiningar. Breytingar á jarðvegseiginleikum og uppsöfnun kolefnis í jarðvegi er metin í tíma. Þá er gróðurfar og gróðurþekja svo og rof kortlagt á yfirborði auk þess sem unnið með landlíkön til þess að meta áhrif landslags á ofangreinda þætti. Rannsóknirnar fara fram víða um land.
 
Samstarfsstofnanir: Ohio State University, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landsvirkjun.
 

Kolefnisbúskapur og loftslagsbreytingar

 
Umsjónarmenn: Guðrún Gísladóttir
 
Lýsing: Rannsakaðir eru kolefnisferlar á mismunandi vatnasviðum landsins og binding kolefnis í landvistkerfi og áhrif loftslagsbreytinga þar á. Unnið er með upplýsingar í landfræðilegum upplýsingakerfum til að geta unnið rýmisgreiningar og bera saman kolefnisferla við jarðfræði, gróðurfar og landslag. Einnig er rannsökuð tengsl gróðurframleiðni og loftslagsbreytingar á landsvísu þar sem notast er við loftslagslíkön og fjarkönnun við mat þessara þátta svo og landlíkön og gróðurkort.
 
Samstarfsstofnanir: Jarðvísindastofnun HÍ, Vatnamælingar Orkustofnunar, Landsvirkjun, University of California, Santa Barbara.
 

Náttúruvá

 
Umsjónarmenn: Guðrún Gísladóttir
 
Lýsing: Rannsóknir á náttúruvá, einkum þeirri sem tengist eldgosi í Kötlu. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar upplifun íbúa og landnotenda á hættu og viðbrögðum við henni og í kjölfar þess stungið upp á aðferðum til auka þekkingu og vitund fólks á náttúrvá og leiðum til að gera viðbragðs- og rýmingaráætlanir markvissari og aðgengilegri fólki sem býr eða er á hættusvæðum. Hins vegar eru rannsökuð áhrifum hamfara á umhverfi (sér í lagi gróður og jarðveg) og forsendur búsetu á hættusvæðum.
 
Samstarfsstofnanir: Háskóli Íslands, Macquarie University, Sydney Ástralíu, Almannavarnir ríkisins og Veðurstofa Íslands.
 

Reykholtsverkefnið

 
Umsjónarmenn: Guðrún Gísladóttir
 
Lýsing: Verkefnið er þverfaglegt og miðar að því að tengja saman valdasamþjöppun á þjóðveldistíma, tilurð pólitískra og kirkjulegra miðstöðva og tengsl þessa við landsnytjar, byggðarþróun og bókmenntasköpun í Reykholti og nágrenni. Mikilvægur hluti verkefnisins miðar að því að meta áhrif framangreindra þátta á umhverfisbreytingar í Reykholti og nágrenni. Reykholt í tíð Snorra Sturlusonar er kjarninn í rannsókninni. Verkefnið nær til rannsókna á sviði landfræði (náttúru og mannvistar), sagnfræði, fornleifafræði og bókmennta. Lögð er áhersla á umhverfisþróun frá landnámi til nútíma en sérstaklega litið til tímabilsins fram undir 1500 til að hægt sé að meta áhrif veldis Snorra Sturlusonar á umhverfi en einnig þátt loftslagsbreytinga á þróun gróðurfars og jarðvegs.
 
Samstarfsstofnanir: Sagnfræðistofnun HÍ, Stofnun Árna Magnússonar HÍ, Þjóðminjasafn Íslands, Snorrastofa Reykholti, University of Aberdeen, University of Edinburgh, Bournemouth University, University of Sheffield.
 

Örnefni á Breiðafirði

 
Umsjónarmenn: Guðrún Gísladóttir
 
Lýsing: Rannsókn á merkingu og tilurð örnefna, staðsetningu og dreifingu þeirra. Örnefnin eru staðsett á vettvangi og kortlögð og flutt í gagnagrunn landfræðilegra upplýsingakerfa en þar er merking og tilurð örnefna sem og einkenni þess svæðis/staðar sem örnefnið nær yfir skráð: örnefni verða notuð sem heimildir um umhverfi og mannvist á svæðinu.
 
Samstarfsstofnun: Breiðafjarðarnefnd
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is