Líf- og umhverfisvísindastofnun

Náttúrulandfræði

Hin ytri ásýnd landsins og þau ferli sem móta hana eru helstu viðfangsefni náttúrulandfræðinga. Landfræðileg upplýsingakerfi og fjarkönnunartækni eru mikilvægar stoðir rannsókna. Við deildina eru meðal annars stundaðar rannsóknir á samspili loftslags, landnýtingar, landbreytinga, jarðvegs, gróðurs og byggðar. Kolefnisbúskapur í jarðvegi og samhengi hans við hringrásir vistkerfisins er einnig meðal rannsóknarefna. Loks má nefna náttúruvá, svo sem flóð eða eldgos, og hvernig bregðast má við slíkum atburðum í stofnunum samfélagsins og skipulagi (nánari l‎ýsing og listi yfir rannsóknarhópa).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is