Búseta fólks, nýting auðlinda, samspil menningar og rýmis - allt eru þetta gamalgróin rannsóknarefni, sem hafa fengið enn aukna þýðingu í seinni tíð. Í deildinni er unnið að ýmsum rannsóknum á þróun byggðamynsturs og atvinnulífs á Íslandi, sem og mótun íslensks borgarrýmis. Af menningarlandfræðilegum toga eru rannsóknir á þýðingu landslags í íslensku samhengi. Nefna ber einnig rannsóknir er tengjast þróunarmálum og þróunarsamvinnu, sem beinast að fátækari hlutum heimsins (nánari lýsing og listi yfir rannsóknarhópa).