Líf- og umhverfisvísindastofnun

Grasafræði

Plöntur eru einn mikilvægasti hópur lífvera á jörðinni. Plöntur og þörungar byggja flest búsvæði, nema kannski heitustu hveri og lofthjúpin, og þær framleiða súrefni og næringu sem aðrar lífverur neyta. Grasafræðin er ein elsta fræðigrein líffræðinnar, og fjallar um fjölbreytileika, starfsemi og eiginleika plantna. Einnig er hún nátengd vistfræðilegum rannsóknum á framvindu vistkerfa, landnámi á eyjum og örfoka landi, kynblöndun og tilurð tegunda.

Rannsóknir á sviði grasafræði innan stofnunarinnar takast m.a. á við eftirfarandi spurningar.

  • Hver er uppruni og dreifing melgresis á Íslandi?
  • Hvernig dreifast plöntur um örfoka sanda eftir hop jökla?
  • Hvaða breytingar hafa orðið á birkiskógi á sögulegum tíma?
  • Hvaða þættir hafa áhrif á tegundasamsetningu plöntusamfélaga?
  • Getur mosi hvatað eða hindrað framgöngu annara plantna í vistkerfum?

Listi yfir sérfræðinga í grasafræði og rannsóknarhópa.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is