Líf- og umhverfisvísindastofnun

Eins og málverk eftir Eggert Pétursson

Kvikmyndastjarnan og grasafræðingurinn Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor er ferðafélagi Eggerts Péturssonar listmálara í heimildamyndinni Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson kvikmyndagerðarmann.

Menningin á RÚV fjallaði um myndina í heillandi innslagi, í blómagarði Eggerts Péturssonar.

Eggert Pétursson er fyrir löngu orðinn víðfrægur fyrir blómamyndir sínar. Fyrir skemmstu tók Gunnlaugur Þór Pálsson kvikmyndagerðarmaður sig til og fylgdi honum um landið undir leiðsögn Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasafræðings. Útkoman er heimildarmynd sem sameinar upplifun á íslenskri náttúru og flórumengi mynda Eggerts.

Ljósmynd af lambagrasi tók Þóra Ellen Þórhallsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is