Líf- og umhverfisvísindastofnun

Tækjavörður í stoðþjónustu, sameindir og örverur

Tækjavörður í stoðþjónustu

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir að ráða í fullt starf tækjavörð sem mun hafa umsjón með verkennslustofum í örverufræði og sameindalíffræði auk þess að sinna aðstoðarkennslu í verklegum tímum. 

Meginverkefni tækjavarðar snúa að undirbúningi og umsjón með verklegri kennslu auk tækjavörslu á rannsóknarstofum. Starf tækjavarðar felst í því að hafa umsjón með ákveðnum verkkennslustofum og þeim efnum, lífverum og tækjum sem notuð eru til kennslu. Einnig að undirbúa verklega kennslu og taka ríkan þátt í kennslunni. 

Helstu verkefni og ábyrgð
>Umsjón með tilraunalífverum og tengdum efnum
>Umsjón með verkkennslustofum og rannsóknarbúnaði
>Undirbúningur fyrir framkvæmd verklegra námskeiða
>Verkleg kennsla í örverufræði og sameindalíffræði
>Þátttaka í skipulagningu verklegs náms í örverufræði og sameindalíffræði
>Frágangur og förgun spilliefna
>Þátttaka í öryggismálum rannsóknarstofa
>Samstarf með öðru tæknifólki og kennurum 

Hæfnikröfur
>Háskólapróf í líffræði, sameindalíffræði eða skyldum greinum
>Þekking af verklegri kennslu og tækjum tengdum kennslunni
>Reynsla af starfi rannsóknastofa er æskileg
>Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
>Nákvæmi, skipulagsfærni og frumkvæði í starfi 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gert er ráð fyrir að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni i) ferilskrá, ii) afrit af prófskírteinum, iii) nöfn og netföng tveggja umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2900 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi. Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem báðar heyra undir Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 20.03.2020

Nánari upplýsingar veitir
Zophonías Oddur Jónsson - zjons@hi.is - 525-4084 


Háskóli Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Dunhaga 7
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is