Líf- og umhverfisvísindastofnun

Málþing um vatnalíffræði og náttúruvernd til heiðurs Gísla Má Gíslasyni

Föstudaginn 28. febrúar var haldið málþing til heiðurs Gísla Má Gíslasyni sjötugum.

Gísli lauk prófi í líffræði 1973 og doktorsverkefni frá Newcastle haskóla 1978. Ári áður byrjaði hann að kenna við líffræðiskor HÍ.

Fyrirlesarar fjölluðu um rannsóknir Gísla, sögðu sögur frá Mývatni og Þjórsárverum, vatnalíffræði almennt og náttúruvernd.

Þeir sem hafa áhuga á náttúru og náttúruverndarsögu Þjórsárvera er bent á fyrirlestur sem Gísli hélt við Náttúrufræðistofnun árið 2014.

Fyrirlesarar og titlar erinda.

Fundarstjóri var Lisa A. Libungan.

13:00   Opnunarávarp  Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra

13:15   Vatnalíffræðirannsóknir á Íslandi – Skúli Skúlason og Hilmar J. Malmquist

13:35   „Að labba á bússum er lítið mál“ – Sigurður S. Snorrason

13:55   Lífríki Laxár í 40 ár – Árni Einarsson

14:15   Nýlegar rannsóknir á ferskvatnsþörungum – Rakel Guðmundsdóttir og Iris Hansen

14:35   Litlar flugur, stórt hlutverk – Þóra Hrafnsdóttir

14:55   Uppruni og landnám vorflugna á Íslandi – Snæbjörn Pálsson

15:15   Af vatni, fræðingum og Hengladölum – Jón S. Ólafsson

15:35  „Óhætt er að segja að formaður Þjórsárveranefndar taki af öll tvímæli um afstöðu sína“ – Þóra Ellen Þórhallsdóttir

16:00   Léttar veitingar og skemmtiatriði á svölum þriðju hæðar Öskju.

 

Vorfluga skorin úr reynivið af Bjarna Þór Kristjánssyni. Ljósmyndir tók Sigurður M. Garðarsson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is