Líf- og umhverfisvísindastofnun

Háskóladagurinn í Öskju

Háskóladagurinn var haldinn síðasta laugardag. Askja var opin gestum og gangandi og kennarar og nemendur við allar námsbrautir Líf- og umhverfisvísindadeildar kynntu nám og rannsóknir.

Nemar og kennarar kynntu m.a. nám í líffræði, lífefnafræði og sameindalíffræði.

Margskonar sjávarhryggleysingjar voru til sýnis, trjónukrabbar, marígull, beitukóngar og krossfiskar, sjá myndir neðar á síðunni.

Sportkafarafélag Íslands safnaði lífverunum og kunnum við þeim góðar þakkir fyrir hjálpina.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is