Líf- og umhverfisvísindastofnun

Skordýraferð í Elliðaárdal

Í kvöld verður skordýraferð í Elliðaárdal á vegum Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands.

Fjallað var um ferðina og rætt við Gísla Má Gíslason skordýrafræðing í Fréttablaði dagsins.

Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði.

Gísli segir skordýraáhuga sinn hafa kviknað vegna þess að hann hafi alla tíð haft áhuga á vistfræði. Hann fór því í nám í sjávarvistfræði að loknu BS-prófi. Þegar hann byrjaði í doktorsnámi segist hann hafa farið yfir í vatnalíffræði og það hafi verið tilviljun sem réði því að skordýr urðu fyrir valinu. „Þau eru langfjölliðuðust af þeim dýrategundum sem lifa í og við vötn. Ef þú tekur Mývatn sem dæmi þá getur þéttleikinn á botninum þar verið 100.000 á fermetra. Í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu höfum við mælt  upp í 300.000 bitmýslirfur á fermetra,“ segir Gísli.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is