Líf- og umhverfisvísindastofnun

Leiðsögn um flóru Íslands

Í tilefni af alþjóðlegum degi aðdáunar á plöntum verður boðið upp á leiðsögn um safndeild íslensku flórunnar í Grasagarði Reykjavíkur þann 25. maí.
Fjallað verður um ýmsar hliðar íslenskra plantna; um sögu þeirra í landinu, nytjar og samspil við aðrar plöntur og dýr.
Þá verður sagt frá nýlegum plönturannsóknum og rætt um þær áskoranir sem plöntum eru búnar í breyttu loftslagi.

Jóhannes B. Urbancic Tómasson líffræðingur stýrir göngunni sem hefst kl. 13 við aðalinngang Grasgarðsins og tekur um 40 mínútur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Sjá nánar á https://plantday18may.org


Myndin er af ferlaufungi (Paris quadrifolia) sem er friðuð planta en þó ekki á válista. Myndina tók Kesara Margrét Jónsson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is