Líf- og umhverfisvísindastofnun

Framhaldsnemar í líffræði á Laugarvatni

Síðastliðna helgi, 8. og 9. mars var haldið fræðiblót framhaldsnema í líffræði.

15 nemendur kynntu rannsóknir sínar sem spanna mörg svið líffræðinnar. Fjallað var um rannsóknir á starfsemi og göllum í taugakerfisins, örveruflóru hafsins og jarðskorpunar, þroskun og þróun bleikjuafbrigða, eiginleikum staðfuglastofna og þorsksins í hafinu, sem og framþróun vistkerfa.

Einnig var fjallað um miðlun vísinda og samtal líffræðinnar og samfélagsins.

Dagskrá fundarins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar HÍ.

Á myndinni sjást flestir nemendurnir sem kynntu á fundinum, þrír kennarar og gestir.

Framhaldsnemadagur líffræðinnar verður haldin aftur að ári, vonandi aftur í þeirri unaðsperlu sem Laugarvatn er.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is