Líf- og umhverfisvísindastofnun

Tækjavörður á rannsóknarstofum við Líf- og umhverfisvísindastofnun

Tækjavörður á rannsóknarstofum við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands
 
Laust er til umsóknar starf tækjavarðar hjá stoðþjónustu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Meginhluti starfskyldna tækjavarðarins er þjónusta á rannsóknarstofum Líf- og umhverfisvísindastofnunnar. Tækjavörður stuðlar að skilvirkni í rannsóknum og kennslu, samnýtingu og hagkvæmni í rekstri tækja og að öryggismál séu í lagi. Tækjavörðurinn kemur einnig að undirbúningi vettvangsferða í samráði við rannsakendur og kennara.

Helstu verkefni og ábyrgð
>> Umsjón með rannsóknaraðstöðu og tækjum
>> Utanumhald, rekstur og viðhald tækja 
>> Öryggismál
>> Kennsla og leiðbeining við notkun og kaup á tækjum
>> Kaup á vörum og þjónustu fyrir rannsóknir og umsjón með birgðastöðu
>> Utanumhald og viðhald á tækjum ásamt skráningu varðandi rekstur tækjanna
>> Undirbúningur og frágangur vegna vettvangsferða

Hæfnikröfur
>> Háskólapróf í líffræði eða skyldum greinum
>> Þekking og reynsla af rannsóknarstofuvinnu 
>> Þekking og reynsla af notkun tækja á rannsóknarstofum og rekstri þeirra
>> Góð tölvukunnátta 
>> Haldgóð þekking á öryggismálum á rannsóknarstofum og í rannsóknarferðum 
>> Afbragðs þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
>> Drifkraftur og lausnamiðuð hugsun

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Umsókninni skal fylgja i) ferilskrá, ii) afrit af prófskírteinum, iii) upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi. Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.10.2018

Nánari upplýsingar veitir
Zophonías Oddur Jónsson - zjons@hi.is - 525-4084

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is