Líf- og umhverfisvísindastofnun

Meistaraverkefni í líffræði - áhrif skyldleikaæxlunar á íslenska haförninn

Athuguð verða tengsl skyldleikaæxlunar hjá íslenskum haförnum og lengdar litningaenda (telomera) og merkja um heilsu metna út frá blóðfrumum, bæði hjá ungum og gömlum fuglum ásamt samanburði við erlenda haferni.

Verkefnið er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem er styrkt af Rannís og verður unnið í samvinnu við einn doktorsnema sem rannsakar stofnerfðafræði og frjósemi hafarnanna. Leiðbeinendur eru Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði (http://www.hi.is/~snaebj) og Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði. Verkefnið er launað að hluta. Áhugasamir sendi fyrirspurnir til Snæbjarnar (snaebj@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is