Líf- og umhverfisvísindastofnun

Sigurvegarar í Öskudagsleiknum

Öskudagsleikur LUD var haldinn á öskudag.  Þetta er tilraun til að endurvekja þann gamla sið að hengja öskupoka á fólk.  Leikurinn gekk út á það að búa til poka og hengja á kennara.  Kennarar skiluðu síðan inn þeim pokum sem voru hengdir á þá og sigurvegarar dregnir úr potti þáttakenda.  Þáttakendum var gefinn laus taumur við útfærslu pokanna og er óhætt að segja að fólk hafi notað ímyndunaraflið eins og sést á innfelldu myndinni. 

Að leik loknum stóðu þau Agnes-Katharina Kreiling og Benjamin Henning uppi sem sigurvegarar.  Við óskum þeim til hamingu og verði þeim að góðu því þau unnu gjafabréf fyrir veitingum á Stúdentakjallaranum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is