Líf- og umhverfisvísindastofnun

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís 2018, Einar Árnason hlaut öndvegisstyrk

Í vikunni tilkynnti Rannís um úthlutun úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs fyrir styrkárið 2018. Sex starfsmenn Líf- og umhverfisvísindastofnunar hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

Einar Árnason hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið Stofnerfðamengjafræði þorskfiska með háa frjósemi.

Arnar Pálsson, Brynhildur Davíðsdóttir og Snæbjörn Pálsson hlutu verkefnisstyrk en doktorsnemarnir Agnes-Katharina Kreiling og Susanne Claudia Möckel hlutu doktorsnemastyrk.

Við óskum styrkþegunum innilega til hamingju með árangurinn!

Nánari upplýsingar um úthlutun úr Rannsóknasjóði má finna á heimasíðu Rannís https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-rannsoknasjodi-styrkarid-2018

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is