Líf- og umhverfisvísindastofnun

Lífríki breytist vegna hops jökla

Fjallað var um nýlega rannsókn Gísla M. Gíslasonar prófessors og Jóns. S. Ólafssonar sérfræðings við Hafrannsóknarstofnun og samstarfsmanna þeirra á vef ríkisútvarpsins, lífríki breyttist vegna hops jökla.

Vísindamenn við háskóla og rannsóknastofnanir í sjö löndum sem höfðu hist reglulega á ráðstefnum ákváðu að sameina öll gögn sem þeir áttu til að meta viðbrögð smádýra þegar jöklar hörfa. Sagt er frá þessu og niðurstöðunum í vísindatímaritinu Nature Ecology & Evolution í dag.

Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar segir Gísli Már. „Sko hún hefur ekki verið gerð áður á þessum skala með smádýr og svona smádýr eru 95% af öllum tegundum í heiminum.“

Vísindamennirnir höfðu safnað gögnum á níu stöðum í þremur heimsálfum undanfarin 20 ár. Gísli Már og Jón lögðu til gögn úr rannsókn á rykmýi sem þeir gerðu árið 1995 í Vestari-Jökulsá og þverám hennar í Skagafirði. Í hinum rannsóknunum voru aðrir hryggleysingjar rannsakaðir.

Gísli Már Gíslason - prófessor í vatnalíffræði.

Jón S. Ólafsson - sérfræðingur í vatnalíffræði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is