Líf- og umhverfisvísindastofnun

Líffræðidoktorar 2017.

Fimmtíu og þrír doktorar sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2016 til 1. desember 2017 tóku við gullmerki skólans á árlegri Hátíð brautskráðra doktora í dag. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin á fullveldisdeginum í Hátíðasal skólans og viðstaddur athöfnina var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Fjórir doktorar sem útskrifuðust frá námsbraut í líffræði við Líf- og umhverfis­vísindadeild voru meðal þeirar 53 sem heiðraðir voru. Við óskum þeim til hamingju.

Edda Elísabet Magnúsdóttir - Sönghegðun hnúfubaksins (Megaptera novaeangliae) á fæðustöðvum við suðurmörk norðurheimskautsins (The singing behaviour of humpback whales (Megaptera novaeangliae) in subarctic waters).

Leiðbeinandi: Dr. Jörundur Svavarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.

Godfrey Kawooya Kubiriza - Áhrif þránunar fitu í fóðri á eldisfisk (The effects of dietary lipid oxidation on farmed fish).
Leiðbeinendur: Dr. Helgi Thorarensen, prófessor við Háskólann á Hólum, og dr. Sigurður S. Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.

Lilja Jóhannesdóttir - Tengsl land­búnaðar og vaðfuglastofna á norðlægum slóðum (Links between agricultural management and wader populations in sub-arctic landscapes).
Leiðbeinandi: Dr. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi.

Ute Stenkewitz - Sníkjudýr og ástæður stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi  (Parasites and population change of rock ptarmigan in Iceland).
Leiðbeinandi: Dr. Ólafur Karl Iceland). Nielsen, vistfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands


 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is