Líf- og umhverfisvísindastofnun

Doktorsnemar í IRSEA netið

Til framhaldsnema í Líffræði við HÍ

IRSAE er tengslanet fjölmargra háskóla í Evrópu á sviði hagnýtrar vistfræði. Því er stjórnað frá Háskólanum í Evenstad í Noregi með styrk frá Norska rannsóknaráðinu. IRSAE hefur starfað í 10 ár og LbhÍ hefur verið þátttakandi í 8 ár. Tengiliður IRSAE á Íslandi er Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ.
Athugið að í boði eru árlega fjölmörg námskeið víða í Evrópu. Sækja verður um og fyrir þá sem komast að eru námskeiðin, ferðir og uppihald þeim að kostnaðarlausu - sjá heimasíðu að neðan. Einnig er hægt að sækja um dvalarstyrki til að fara á milli háskólanna í tengslanetinu. Athugið að þetta er fyrst og fremst ætlað doktorsnemum en mastersnemar á lokametrum námsins geta einnig sótt um en þeir njóta ekki forgangs. Tengslanetið stendur nemendum við Háskóla Íslands opið og geta þeir einnig sótt um til að nýta betur þá möguleika það gefur framhaldsnemum í hagnýtri vistfræði á Íslandi.
Ég bendi ykkur sérstaklega á sumarskólann sem haldinn er árlega og fer á milli aðildarháskólanna. Í sumar verður hann haldinn í Evenstad í Noregi - sjá að neðan.
Ég bið þá doktorsnema sem áhuga hafa á tengslanetinu um að skrá sig í það með tölvupósti á henriette.gelink@inn.no<mailto:henriette.gelink@inn.no> og með cc á mig, annagudrun@lbhi.is<mailto:annagudrun@lbhi.is>. Sama gildir um umsóknir - að senda þær á Henriette með cc á undirritaða.
Við erum ekki með mjög marga doktorsnema í hagnýtri vistfræði hér á Íslandi - þess vegna eru möguleikarnir á að fá að taka þátt í námskeiðum IRSAE miklir fyrir íslensku þátttakendurna. Ég hvet ykkur sem áhuga hafið að skrá ykkur og fara að fylgjaast með IRSAE - það er þess virði

--------------
Phd students in Iceland in ecology and biology can take part in the european IRSAE network.

The IRSAE summer school program!
A preliminary summer school program for 2017 <http://www.irsae.no/7th-irsae-summer-school/> 
The summer school is free for all PhD students in the IRSAE network: free accommodation and food at Campus Evenstad from 6th-11th August, and all travel costs will be refunded.

The Icelandic contact is Anna Gudrun Thorhallsdottir, Professor at the Agricultural University of Iceland. Students can enroll by sending email to Anna and Henriette Gelink (henriette.gelink@inn.no, annagudrun@lbhi.is)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is