Líf- og umhverfisvísindastofnun

Mikl­ar breyt­ing­ar í haf­inu

Morgunblaðið fjallaði um alþjóðlegan vinnufund um breytingar í hafinu, sem haldinn var við Háskóla Íslands fyrir helgi. Fréttin byrjar með þessum orðum:

-------------

Breyt­ing­ar í ha­f­rænu um­hverfi Norður-Atlants­hafs hafa haft mik­il áhrif á líf­ríkið í og við sjó­inn. Þess­ar breyt­ing­ar voru rædd­ar á alþjóðleg­um þverfag­leg­um vinnufundi sem hald­inn var í gær og í fyrra­dag í Öskju Há­skóla Íslands.

Fund­inn sóttu vís­inda­menn úr ýms­um fræðigrein­um sjávar­rann­sókna frá Banda­ríkj­un­um, Dan­mörku, Fær­eyj­um, Íslandi, Kan­ada, Nor­egi og Stóra-Bretlandi.

Dr. Frey­dís Vig­fús­dótt­ir, sem starfar við Há­skóla Íslands og Há­skól­ann í Ex­eter, var fund­ar­stjóri. Hún sagði að í vinnu­stof­unni hefði verið leit­ast við að samþætta niður­stöður rann­sókna vís­inda­manna í hinum ýmsu fræðigrein­um sjávar­rann­sókna og að fá nýja sýn á viðfangs­efnið.

„Það er lyk­ill­inn að því að henda reiður á um­fangi og al­var­leika vand­ans,“ seg­ir Frey­dís í Morg­un­blaðinu í dag. „Vanda­málið er stórt og ekki sér­ís­lenskt. Þetta á við um allt Norður-Atlants­haf. Einnig eru mikl­ar breyt­ing­ar að verða í suður­hluta Atlants­hafs.“

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is