Líf- og umhverfisvísindastofnun

Styrkir frá Rannís

15. janúar síðastliðinn var tilkynnt hvaða umsóknir Rannsóknasjóður Íslands styrkir í ár. Nokkrar umsóknir frá starfsmönnum stofnunarinnar hlutu brautargengi.

Fyrst ber að nefna umsókn Steven Campana og samstarfsmanna, langtímavaxtarsería kvarna og samloka í tengslum við viðgang þorskstofna og loftslag í NA-Atlantshafi, sem hlaut öndvegisstyrk.

Þrjár aðrar umsóknir hlutu verkefnisstyrk. Það er umsókn Ólafs S. Andréssonar og Silke Werth um áhrif erfða og langtíma aðlögunar á genatjáningu og svipfar í fléttusambýlum, umsókn Sigurðar S. Snorrasonar og Kalinu H. Kapralovu um orsakaþætti æxlunarlegrar einangrunar í samsvæða afbrigðum bleikju og umsókn Guðmundar H. Guðmundssonar um örvun náttúrulegs ónæmis, boðleiðir og áhrif sýkla á lungnaþekju manna.

Á vefsíðu Rannís má nálgast listann yfir styrkt verkefni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is