Líf- og umhverfisvísindastofnun

Danskir skólar í heimsókn

Erlendir kennarar koma stundum í heimsókn á líffræðistofu. Á haustmánuðum komu kennarar frá tveimur dönskum framhaldskólum.

5. september komu Tine Schroeder Mantoni og Kenneth Rasmussen frá Espergærde Gymnasium og HF í heimsókn. Kenneth hafði heimsótt stofnunina ásamt nemendum sínum árið 2014.

23. september vituðu okkar Ole Ilsøe Nielsen og samkennarar frá Odense Katedralskole.

Hóparnir fóru í skoðunarferð um húsið og fengu stutt erindi um rannsóknir á fjölbreytileika íslenska lífríkisins og þróun tegunda á láði og í legi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is