Líf- og umhverfisvísindastofnun

Samstarfsverkefni í ferðaþjónustu

 Um nokkurt skeið hafa Ingunn Ósk Árnadóttir og Kristín Rut Kristjánsdóttir, á vegum Líf og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands undir umsjón Rannveigar Ólafsdóttur, tekið þátt í samstarfsverkefni meðEnvironment Center hjá Charles University í Prag. Verkefnið fékk styrk frá EEA grants.

Tilgangur verkefnisins er þríþættur: 1) Að þróa sjálfbærnivísa fyrir ferðaþjónustu á svæðum sem búa yfir viðkvæmni náttúru. Í þessum fyrsta áfanga samstarfsins var einblínt á Sumava National Park í Tékklandi sem tilviksrannsóknarsvæði. 2) Útbúa kennsluefni  um sjálfæra ferðaþjónustu á viðkvæmum svæðum sem verður aðgengilegt í Open Education Resource gagnabankanum og 3) skapa tengslanet milli stofnanna tveggja. 

Hópurinn hittist í Tékklandi í september og kynnti sér aðstæður í þorpinu Prásily og nærliggjandi áfangastöðum ferðamanna í Sumava þjóðgarði. Þar var efnt til  íbúaþings en þátttaka almennings var nýtt til að skilgreina sjálfbærnivísa fyrir ferðamennsku í Prásily.Fundurinn tókst vel og íbúarnir voru ánægðir með framtakið. Einnig var efnt til málstofu um aðferðafræði í þróun sjálfbærnivísa á Environment Center í Prag.

Hópurinn vinnur nú að því að skrifa greinsem ætlað er til birtingar í ritrýndu fagtímariti á næsta ári auk þess sem gerð kennsluefnisins stendur yfir. Hópurinn ætlar sér áframhaldandi samstarf með viðfangsefnið í framtíðinni og vonast til þess að þátttakendurnir frá Tékklandi geti komið og kynnt sér aðstæður á Íslandi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is