Líf- og umhverfisvísindastofnun

Föstudagsfyrirlestrar

Föstudagsfyrirlestrar líffræðistofu er vettvangur fyrir kynningu á rannsóknum starfsfólks og nemenda við deildina. Innlendum og erlendum vísindamönnum er einnig boðið að halda erindi um líffræðileg efni, sem spanna hagnýtar- og grunnrannsóknir, fræðilegar vangaveltur og kynningar á náttúru framandi svæða.

 

Erindin eru annað hvort haldin á íslensku eða ensku. Enskan er til að ná til erlendra nemenda og annara erlendra fræðimanna og gesta. Fyrirlestraröðin er framhald af fyrirlestrum Líffræðistofnunar sem hófust á Grensásvegi 12 og hafa verið haldnir með hléum í tvo áratugi.

 

Í valstikunni má sjá yfirlit erinda síðustu ára, með tenglum á viðburðakynningar.

Mynd af Flórgoða sem Árni Einarsson fjallaði um á vormánuðum 2012. Myndina tók Óskar Sindri Gíslason (sjá Flickr síðuna Sindrinn).

Aðrir opinberir fyrirlestrar eða ráðstefnur á vegum deildarinnar eru einnig tvinnuð inn í dagskránna, m.a. doktorsvarnir og meistaraerindi. Stundum eru þeir fyrirlestrar haldnir á öðrum dögum en föstudögum.

Umsjónarmenn eru Hildur Magnúsdóttir og Freydís Vigfúsdóttir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is