Líf- og umhverfisvísindastofnun

Ferðamálafræði

Umhverfi og skipulag

Ferðamennska hefur vaxið mjög að umfangi á seinni árum, ekki síst hér á landi, og náttúran er sá segull sem dregur flesta til ferðalaga um Ísland. Innan deildarinnar eru stundaðar umtalsverðar rannsóknir á íslenskri náttúruferðamennsku og umhverfisáhrifum hennar. Dreifing ferðamanna og ferðahegðun þeirra er kortlögð.Þolmörk ýmissa ferðamannastaða hafa verið könnuð. Þannig fæst vitneskja sem nýtist til að bæta skipulag staðanna.
 

Ferðamálafræði: Efnahagslíf og menning

Í mörgum byggðarlögum er ferðaþjónusta mikilvæg stoð efnahagslífs og búsetu. Hluti rannsókna í ferðamálafræði í deildinni beinist að þessu. Koma skemmtiferðaskipa og sú þjónusta sem í kringum þau skapast er dæmi um verkefni. Nýsköpun tengd menningararfleifð sjávarbyggða er annað. Mörg spennandi viðfangsefni bíða frekari rannsókna, sem geta aukið verðmætasköpun í greininni og tryggt að samfélagsleg sátt ríki um framþróun hennar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is